Færsluflokkur: Íþróttir

KR = KSÍ?

Þessi dómur er bara fáranlegur, sérstaklega í ljósi þess að KR fær ekkert, enga sekt né neitt, kannski vegna þess að þetta er KR?

Ég frétti í dag að þetta hafi gerst í utandeildinni í sumar að lið hafi yfirsést að skrá leikmann á leikskýrslu og þá hafi verið leitað til KSÍ sem hafi bent á sektir, þess vegna finnst mér þessi dómur með eindæmum furðulegur, ekki vegna þess að ég sé sjálfur Valsari, heldur vegna þess að KRingar brutu reglur með þessum mistökum.

Það er semsé í lagi að KRingar skrái ekki leikmenn á leikskrár í Héraðsmótum en ef önnur félög gera það þá fá þau sektir og alls konar þannig rugl?

Það virðist semsé vera að það skipti máli hvort þú sért KR eða KA...


mbl.is Kærunni hafnað og ÍR leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott val... Þannig séð

Sem Valsari er ég mjög ánægður með að Margrét Lára hafi verið valinn íþróttamaður ársins en ég hef séð nokkra bloggara vera með neikvæðni og hneyglissvip að leiðarljósi útaf þessu vali.

Við verðum að átta okkur á því að það er verið að velja ÍÞRÓTTAmann ársins, það er ekki verið að velja SIGURVEGARA eða VINSÆLASTA íþróttamann ársins.

 Hér eru orð Magnúsar Geirs um þessa tilnefningu
"Mikil lifandis ósköp! Margrét var framúrskarandi sem aldrei fyrr í boltanum í sumar, setti markamet já og var ein aðaldriffjöðurin í landsliðinu. Að auki er ég sjálfur mjög hrifin af henni og mikill stuðningsmaður kvennafótboltans, en afrek Rögnu í ár bæði hérlendis og þá ekki síst erlendis, eru einfaldlega MEIRi, hreinlega ekki hægt að jafna því saman, hún ein af 20 bestu í Evrópu í greininni nú í árslok og númer 53 á heimslistanum! VAnn svo þrefalt á Íslandsmótinu hér heima, tvö alþjóðamót og komst í úrslit allavega á einu til viðbótar, en gat ekki keppt til úrslita vegna meiðsla!Í ofanálag er hún svo inn á topp 19 til að öðlast þátttökurétt á Olympíuleikunum í Kína á næsta ári og fer þangað með sama áframhaldi!"
Ég er alls ekki að setja neitt útá Rögnu sem íþróttamann en má ég benda Magnúsi á að Ragna var í 3ja sæti í kjörinu, það er nokkuð gott og ef hún heldur áfram því flugi sem hún er á verður ekki langt í að hún taki þennan titil.

Næst ætla ég að vitna í og svara Óskari sem er með síðuna 123.blog.is
"Hafið þið horft á kvennaknattspyrnuleik úr efstu deild hér heima ?  Þetta er náttúrulega bara djók og móðgun við íþróttamenn sem leggja hart að sér til að komast í fremstu röð.  Margrét er ekki einu sinni í atvinnumennsku,- reyndir fyrir sér í þýskalandi ef ég man rétt en fékk heimþrá og rifti samningnum!!  Hvenær hefði karlkyns knattspyrnumaður komist upp með annað eins gagnrýnilaust?

Ég þekki Margréti ekki neitt og er ekkert að gera lítið úr henni sem persónu - mér finnst bara að með þessu vali er verið að niðurlægja okkar fræknustu íþróttamenn eins og Eið Smára sem spilar með einu albesta félagsliði veraldar og Jón Arnór sem er orðinn verulega þekktur á Ítalíu fyrir frábæra frammistöðu.  Hver ætli þekki nafn Margrétar Láru í útlöndum ?"
Allt í lagi, það er eitt að gagnrýna valið sjáft en það er alger óþarfi að skíta út kvennaboltann í heild sinni. Íslenska deildin er að verða jafnari, það eru fleiri sterkari lið og liðin í neðri hlutanum eru að ná efri liðunum, jafnvel er talið fullvíst að 2-3 stelpur úr Val fari út í atvinnumennsku fyrir næsta tímabil, er það ekki jákvætt fyrir boltan og íslenska kvennalandsliðið? Ég myndi halda það.
Og það kemur málinu ekkert við hversu "þekktur" þú ert erlendis, heldur hvernig þú stendur þig á vellinum og Margrét hefur sýnt það undanfarið að hún á þessi verðlaun virkilega skilið.

Í lokin ætla ég að vitna í Rúnar Hauk
"Er ekki verið að grínast með þessu vali ?

Hvar var Jón Arnór Stefánsson ? sem svo sannarlega átti þetta skilið, er að spila í sterkustu deild það er meistaradeildini og svo lykilmaður í einni sterkustu deild í heimi ....    nú segi ég eins og stjórnmálamenn ég vil fá greinargerð um þetta val."
Ég veit ekki einu sinni hvort ég nenni að svara þessu rugli hjá honum, nei þetta er ekki grín, með þessum orðum er verið að sýna kvenfyrirlitningu vegna þess að kona fékk þessi verðlaun framyfir karl. Meira rugl hef ég aldrei lesið á minni stuttu ævi.

Annars vil ég óska Margréti Láru, Völsurum og Íslenskri kvennaknattspyrnu til hamingju með þennan titil.


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur HM-dráttur

Mæta Hollendingum, Skotum, Noregi og Makedónum.

Er þá ekki raunhæft markmið að stefna á 3ja sæti í þessum riðli? Hafa það sem markmiðið og sjá hvað gerist?

þetta er samt sem áður nokkuð erfiður riðill þar sem við höfum 2 lönd; Skotland og Noregur sem rétt misstu af EM sæti í undankeppni EM.

Ég er allavega mjög sáttur


mbl.is Ísland með Hollandi og Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Dóra

Að fara yfir í FRAM og fylgja Þorvaldi.

Maður skilur alveg hans sjónarmið þar sem hann er í námi í bænum og þetta er bara ákveðinn áskorun, bara vona að félagi minn standist álagið en ég er viss um að hann geri það;)


mbl.is Halldór til liðs við Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að þetta sé gott fyrir báða aðila

Það er bara hollt fyrir Árna Gaut að breyta til, jafnvel reyna að komast að hjá liði utan Noregs, hann hefði bara mjög gott að því.

Vonandi lendir hann þó ekki í liði þar sem hann verður "varaskeifa", það yrði slæmt fyrir hann og landsliðið.


mbl.is Árni Gautur hættur hjá Vålerenga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínt fyrir landsliðið...

Alls ekki misskilja mig, ég ber mikla virðingu fyrir Eiði Smára sem knattspyrnumanni en það virðist bara vera sem íslenska landsliðið spili betur án Eiðs Smára heldur enn þegar hann er inná.
Málið er einfald; Þegar Eiður Smári er inná vellinum þá er ætlast til þess að hann geri allt, það er alltaf spilað inná hann og ef hann á lélegan leik eða finnst ekki í leiknum þá spilar liðið illa en þegar Eiður er ekki þá spilar liðið sem ein heild, þá er ekki einhver ein "stjarna" inná og menn verða að treysta á samvinnu og vinnusemi.

Þannig að mér finnst það bara jákvætt að Eiður Smári hafi ákveðið að draga sig útúr hópnum fyrir leikinn gegn Dönum
mbl.is Eiður Smári ekki með gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur á tréverkinu

Ætli hann fái ekkert illt í afturendann á að sitja svona mikið á þessu blessaða tréverki?
Hann er varla gjaldgengur með landsliðinu ef hann spilar ekki neitt með Barcelona en ég held samt að Rijkaard viti alveg hvað hann er að gera en hvaða klúður er það að tapa gegn GETAFE!!??
mbl.is Eiður sat á bekknum í tapi Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullit kominn til LA Galaxy

Það er spurning hvernig það ævintýri mun fara. Gullit hefr náð árangri hjá flestum liðum sem hann hefur stýrt og það efast enginn um hæfileika hans en ég veit ekki hvort hans stíll henti bandarísku deildinni.
mbl.is Gullit ráðinn þjálfari LA Galaxy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martin Jol ekki lengi að fá aðra vinnu

Ef fer sem horfir þá verður hann næsti stjóri PSV Eindhoven, hvar var þar á undan Ronald Koeman? Ef mér skjáltast ekki þá var það hann Guus Hiddink sem er nú landsliðsþjálfari Rússa.

Það er vitað að Martin Jol er fínn stjóri og ég óska honum alls hins besta í nýju starfi
mbl.is Jol á leið til PSV Eindhoven
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband