Valsarinn er GJÖRSAMLEGA BRJÁLAÐUR!!!

Þá er enn eitt tapið staðreynt og það slæmt tap, tap gegn HKingum sem hafði fyrir leikinn ekki enn fengið stig og aðeins skorað 2 mörk.

Hvað vandamálið er veit ég sjálfur ekki, 2 sigrar sem Valur hefur náð eru heimaleikir en allir útileikir hafa tapast! Hvort það sé eitthvað að þeir nái ekki að höndla það að spila að heiman eða eitthvað annað veit ég ekki. Ég bara veit ekki rassgat hvað er í gangi sko.

Fyrir leikinn, nánar tiltekið í morgun, sagði ég við félaga mína í vinnunni (sem eru FRAMari, KRingur, Fjölnismaður og Skagamaður) að ég væri hálf smeykur fyrir leikinn gegn HK, sérstaklega þar sem HK hafi ekki enn fengið stig og hafa verið frekar óheppnir í nokkrum leikjum sumarins.

Sem stendur eru VALSMENN með verstu útkomu á útivöllum; 3 töp, markatalan 5:11, semsé með markamunin -6, enda hafa þeir ALLIR tapast með 2 mörkum; 2-0, 4-2 og 5-3.
Ef Valsarar ætla að fara að taka uppá því að sigra ekki leik að heiman þá verður ekkert í gangi þetta sumar.

Markatalan í Lengjubikarinum var 30:8 í 8 leikjum, 22 mörk í plús
Markatalan í Reykjavíkurmótinu var 5:5 í 4 leikjum, á pari
Markatalan í Íslandsmóti innanhús var 49:19, semsé 30 mörk í plús (kannski ekki alveg hægt að taka þetta dæmi inní þar sem Valur var að spila gegn liðum eins og Vinum, Víking Ó, KB og Hömrunum)
Markatalan í Landsbankadeildinni er eins og staðan er í dag 10:12, 2 mörk í mínus og alltof mörg mörk á sig
Markatalan í landsbankadeildinni eftir 5 leiki í fyrra var 7:5 og þá var Valur með 9 stig.

Það er einfaldlega eitthvað mikið að hjá Val eins og staðan er í dag, spurning hvort það sé vegna þess að leikmenn eins og Barry Smith, Gummi ben og Danni Hjalta eru meiddir eða ekki, eins og ég segi þá veit ég ekki hvað er í gangi né hvað sé að en eins og ég sagði í seinustu færslu; með svona spilamennsku og metnaðarleysi þá verður liðið ekki í toppbaráttu heldur miðju/botnbaráttu.

KR-Heilkenni í gangi?


mbl.is HK lagði Valsmenn 4:2 og fékk fyrstu stigin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nýji Snorri

Hvað eru menn að gera grín af okkur KRingum?

Vali var spáð tittlinum! 

Nýji Snorri , 2.6.2008 kl. 23:25

2 Smámynd: Nýji Snorri

Og HK er neðsta liðið!

Nýji Snorri , 2.6.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Valsarinn

Var ég eitthvað að gera grín að KRingum í færslunni?

Þar sem ég er að vitna í "KR-Heilkennið" er hvernig KRingar hafa oft verið að spila, eru með gríðalegan sterkan mannskap en lenda svo í miðju/botnbaráttu...

Þetta r aðallega skot á aðra Valsara frekar en KRingar

Valsarinn, 3.6.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband