Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Flott val... Þannig séð

Sem Valsari er ég mjög ánægður með að Margrét Lára hafi verið valinn íþróttamaður ársins en ég hef séð nokkra bloggara vera með neikvæðni og hneyglissvip að leiðarljósi útaf þessu vali.

Við verðum að átta okkur á því að það er verið að velja ÍÞRÓTTAmann ársins, það er ekki verið að velja SIGURVEGARA eða VINSÆLASTA íþróttamann ársins.

 Hér eru orð Magnúsar Geirs um þessa tilnefningu
"Mikil lifandis ósköp! Margrét var framúrskarandi sem aldrei fyrr í boltanum í sumar, setti markamet já og var ein aðaldriffjöðurin í landsliðinu. Að auki er ég sjálfur mjög hrifin af henni og mikill stuðningsmaður kvennafótboltans, en afrek Rögnu í ár bæði hérlendis og þá ekki síst erlendis, eru einfaldlega MEIRi, hreinlega ekki hægt að jafna því saman, hún ein af 20 bestu í Evrópu í greininni nú í árslok og númer 53 á heimslistanum! VAnn svo þrefalt á Íslandsmótinu hér heima, tvö alþjóðamót og komst í úrslit allavega á einu til viðbótar, en gat ekki keppt til úrslita vegna meiðsla!Í ofanálag er hún svo inn á topp 19 til að öðlast þátttökurétt á Olympíuleikunum í Kína á næsta ári og fer þangað með sama áframhaldi!"
Ég er alls ekki að setja neitt útá Rögnu sem íþróttamann en má ég benda Magnúsi á að Ragna var í 3ja sæti í kjörinu, það er nokkuð gott og ef hún heldur áfram því flugi sem hún er á verður ekki langt í að hún taki þennan titil.

Næst ætla ég að vitna í og svara Óskari sem er með síðuna 123.blog.is
"Hafið þið horft á kvennaknattspyrnuleik úr efstu deild hér heima ?  Þetta er náttúrulega bara djók og móðgun við íþróttamenn sem leggja hart að sér til að komast í fremstu röð.  Margrét er ekki einu sinni í atvinnumennsku,- reyndir fyrir sér í þýskalandi ef ég man rétt en fékk heimþrá og rifti samningnum!!  Hvenær hefði karlkyns knattspyrnumaður komist upp með annað eins gagnrýnilaust?

Ég þekki Margréti ekki neitt og er ekkert að gera lítið úr henni sem persónu - mér finnst bara að með þessu vali er verið að niðurlægja okkar fræknustu íþróttamenn eins og Eið Smára sem spilar með einu albesta félagsliði veraldar og Jón Arnór sem er orðinn verulega þekktur á Ítalíu fyrir frábæra frammistöðu.  Hver ætli þekki nafn Margrétar Láru í útlöndum ?"
Allt í lagi, það er eitt að gagnrýna valið sjáft en það er alger óþarfi að skíta út kvennaboltann í heild sinni. Íslenska deildin er að verða jafnari, það eru fleiri sterkari lið og liðin í neðri hlutanum eru að ná efri liðunum, jafnvel er talið fullvíst að 2-3 stelpur úr Val fari út í atvinnumennsku fyrir næsta tímabil, er það ekki jákvætt fyrir boltan og íslenska kvennalandsliðið? Ég myndi halda það.
Og það kemur málinu ekkert við hversu "þekktur" þú ert erlendis, heldur hvernig þú stendur þig á vellinum og Margrét hefur sýnt það undanfarið að hún á þessi verðlaun virkilega skilið.

Í lokin ætla ég að vitna í Rúnar Hauk
"Er ekki verið að grínast með þessu vali ?

Hvar var Jón Arnór Stefánsson ? sem svo sannarlega átti þetta skilið, er að spila í sterkustu deild það er meistaradeildini og svo lykilmaður í einni sterkustu deild í heimi ....    nú segi ég eins og stjórnmálamenn ég vil fá greinargerð um þetta val."
Ég veit ekki einu sinni hvort ég nenni að svara þessu rugli hjá honum, nei þetta er ekki grín, með þessum orðum er verið að sýna kvenfyrirlitningu vegna þess að kona fékk þessi verðlaun framyfir karl. Meira rugl hef ég aldrei lesið á minni stuttu ævi.

Annars vil ég óska Margréti Láru, Völsurum og Íslenskri kvennaknattspyrnu til hamingju með þennan titil.


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hehe, hef séð þetta myndband

Og það er með því betra sem ég hef séð... James May gleypir hákarlinn og drekkur brennivínir og er eiginlega bara hálf skelkaður við að sjá Ramsay æla hákarlinum uppúr sér...

Enda er James May ekta karlmaður;)


mbl.is Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER margoft að lenda í svona kjaftæði!

Maður lendir nánast í þessu daglega inná MSN að eitthvað fólk kemur með skítköst, leiðinda eða rtugl athugasemdir og segja svo eftirá hafa verið að djóka.

Lenti nú bara í því í fyrradag að manneskja spurðu mig hvort ég hlusti á eitthvað annað en SiGN og ég sagði auðvitað og eftir að ég hafði nefnd bönd eins og Bon Jovi, Botnleðju, Benny Crespo´s Gang, Cradle of Filth og fleiri bönd þá kom spurningin: "hlustarðu á eitthvað sem er ekki sell-out?" og eftir að hafa nöldrað í þessarri manneskju í smá stund með nokkrum slæmum orðbrögðum þá sagði hún mér að slaka á og að hún hefði bara verið að "skíta út SiGN".
Ég skil vel að smekkur manna er mismunandi, ég skil alveg að aðrir elski sín uppáhaldsbönd á meðan aðrir hata þær en þegar einhver fer að kalla þitt uppáhaldsband "sell-out" þá verður maður bara reyður, ef viðkomandi hljómsveit væri bara sell-out þá myndi hún leggja minni metnað í sína tónlist, minni vinnu í hljóðversvinnu og væri bara að semja tónlist til að græða á henni.

Það má vel vera að SiGN séu bara "sell-out" en þeir eru að eignast fleiri aðdáendur utan úr heimi og það er eitthvað sem fæst ekki keypt.


mbl.is Einelti færist í vöxt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dahm... Rómantík eða Væmni?

Mitt draumastefnumót væri með stelpu sem mér þykir mjög vænt um, ég myndi taka á leigu limmu, sækja stelpuna íklæddur fínasta stússi með rósir í annarri hendi og súkkulaðihjarta í hinni.
Síðan myndi ég fara á einhvern huggulegan stað, alls ekki fínan eins og Argentína eða þannig, bara stað sem er notalegur, snyrtilegur og hljóðlátur þannig að við gætum borðað okkar mat í næði, spjallað og kynnst nánar.

Eftir matinn myndi ég fara með hana á rölt, annaðhvort inní almenningsgarði eða niðrá tjörn til að upplifa sanna fegurð.

Eftir það allt myndi ég biðja limmuna um að koma til að keyra okkur heim og ég myndi skila stelpunni ánægri heim að dyrum.


mbl.is Fyrrum herra Ísland endurheimtir ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plötudómar Helgu Þóreyjar í Morgunblaðinu

Ég er ekki áskrifandi af Morgunblaðinu en ég fylgist vel með íslenskri tónlist og les þá ritdóma um þær hljómsveitir sem vekja áhuga hjá mér.

Mín uppáhalds hljómsveit er án efa hafnfirska bandið SiGN sem var að gefa út sína 4ju plötu nýverið sem ber nafnið "The Hope".
Fyrir stuttu þá birtist ritdómur um hana í morgunblaðinu, dómur sem er skrifaður af fyrrnefndri Helgu Þórey.
Þar byrjar hún að tala um SiGN og hvernig hún minnir á 9. áratuginn með böndum á borð við Guns´Roses og Skid Row og endar á að tala um hvernig SiGN hafa eigin stíl.
Þegar kemur að því að dæma plötuna sem slíka þá finnst mér dómurinn vera mjög rýr en um plötuna segir hún:

"Lögin eru fjölbreytt, bæði grípandi og melankólísk. Textagerðin er tæknilega séð ekkert til að hrópa húrra yfir en ljóðin sjálf eru þó angurvær og full af sögum af mannlegum breyskleika. Helsti galli plötunnar er hve mikið hún minnir á hið liðna. Sign er uppi á kolröngum tíma – þeir hefðu verið sjálfum sér til sóma í Los Angeles árið 1988. Samt sem áður er stíll þeirra svo vel mótaður og heiðarlegur að dæmið gengur upp. Þeir eiga fulla samleið með þeim hljómsveitum sem þeir eru undir áhrifum frá – nú er bara að sjá hvernig þeir þroskast. "

Ég verð eiginlega bara að taka mig til og gagnrýna þessa gagnrýni. Gott og blessað, hún byrjar á að segja að lögin séu fjölbreytt, bæði grípandi og melankólísk.
Það er samt eitt við það sem ég er að spá, ef eitthvað er fjölbreytt, þarf þá ekki að taka fram að hvaða leiti það er fjölbreytt, annað en að það sé grípandi og melankólískt, því það segir þér ekkert um það hvernig lögin sem slík eru fjölbreytt.
Ég á þessa plötu og ég get fúslega viðurkennt að platan er fjölbreytt, grípandi og melankólísk, á þann hátt að það finna allir eitthvað við sitt hæfi þarna, þú finnur rólegt lag, rokk, létt rokk og þungt rokk á þessarri plötu.

Síðan talar hún um að textarnir séu tæknilega séð ekkert til að hrópa húrra fyrir en ljóðin sjálf séu þó angurvær og full af tilfinningaríkum og mannlegum sögum.
Ég sem sjálfur ljóð og verð hér að mótmæla viðkomandi gagnrýnanda. Textar hafa í sjálfu sér enga "tæknilega reglur", það eru engar reglur um það hvernig eigi að semja góðan lagatexta þótt það teljist oft jákvætt að hafa þá rímaða og þá helst með auðveldum rímum svo það sé auðveldara að ná þeim. Þar sem SiGN semja á ensku þá er ekki hægt að dæma að viðkomandi textar séu ekki "tæknilega hvorki full né fiskur" en ljóðin sem slík séu góð vegna þess að texti er ekkert annað en ljóð, ljóð sem er sungið. Ljóðtexti gerir oft mjög mikið fyrir lagið sem það er samið fyrir, því án textans væri lagið hálf vænglaust.

Svo segir hún að það teljist sem galli á plötunni hvað hún minni á það sem er liðið.
Ég ætla aðeins að spóla til baka og vitna í það sem Helga segir í byrjun dómsins:

"PLATA hljómsveitarinnar Sign, The Hope, tekur á móti hlustanda með hávaða og látum. Tónlistin þeirra minnir á glysrokk níunda áratugarins – góðu gerðina."

Þess vegna finnst mér það með öllu óskiljanlegt hvernig það getur verið galli að hún minni á hið liðna ef það minnir á góðu gerðina af glysrokki 9. áratugarins. Mjög spes dómur.

Hún gefur plötunni 3 stjörnur en ég veit ekkert fyrir hvað enda er ekkert gefið fram hvað má bæta eða hvað sé gott á henni, allt í svo lausu lofti.

En svo ég haldi áfram með hana Helgu þá skrifaði hún einnig ritdóm um plötu sönghópsins Luxor.

"En því miður finnst mér skorta alla virðingu fyrir viðfangsefninu og þá sérstaklega þeim íslensku listamönnum sem sömdu eða fluttu lögin upphaflega. Hvert tökulagið rekur það næsta og þegar hæstu hæðum yfirgengilegrar væmni hefur verið náð, fer Luxor enn hærra og slátrar slögurum á borð við „Over the Rainbow“ eins og að drekka vatn.
Það má segja að ákveðnu hámarki sé náð þegar „Lítill drengur“ þeirra Vilhjálms Vilhjálmssonar og Magnúsar Kjartanssonar er rúið þeim ógleymanlega sjarma hefur fylgt laginu um árabil."
1 stjarna

Segir þetta mér sem lesanda eitthvað um gæði plöturnar? Segir þetta mér eitthvað um það hvernig lögunum er slátrað? Nefnilega ekki, þessi ritdómur myndi ekki hjálpa mér neitt sem neytenda og myndi ekki nýtast mér sem meðmæli í jólagjafainnkaupunum vegna þess að það vantar allt sem er kallað "að rýna til gagns", segja hvað mætti fara betur.

Síðan finnst mér fyndið að hugsa til þess að eftir þessa slátrun þá fær platan þó 1 stjörnu á meðan ég hefði sjálfsagt gefið 0 miða við gagnrýnina.

Ég er alls ekki að gefa í skyn að ég sé eitthvað betri gagnrýnir, langt í frá, ég er bara að benda á að oft er betra að vera opinn og hreinskilinn og segja bara beint út hvað sé að plötunni í stað þess að tala í kringum orðin vegna þess að það eina sem gæti hugsanlega gerst er að einhverjum myndi sárna en samt er það jákvætt því þá lærir viðkomandi aðili af þeirri reynslu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband