Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Eitt sem mér finnst FÁRANLEGT

Það er að Torres, Ronaldo og Fabregas voru allir bæði tilnefndir sem leikmenn ársins og bestu ungu leikmennirnir.

Af hverju eru 3 af 6 leikmönnum í tilnefningu um leikmenn ársins einnig 3 af 6 sem eru tilnefndir sem bestu ungu leikmennirnir?

Ronaldo og Fabregas hafa báðir leikið 2 eða 3 heilar leiktíðir með sínum félögum og eru eiginlega bara góðir leikmenn en ekki góðir "ungir leikmenn".

Einhversstaðar verður að setja mörkin á þessarri "besti ungi leikmaður ársins" þannig að leikmenn sem springa út á fyrsta tímabili eins og t.d. Torres geti átt sjens á þessum verðlaunum.

Og er það líka ekki frekar grátlegt fyrir enska landsliðið að bæði leikmaður ársins og besti ungi leikmaður ársins eru "útlendingar"? Ronaldo Portúgalskur og Fabregas spænskur.
Einnig að aðeins 2 enskir leikmenn voru tilnefndir sem leikmenn ársins (Gerrard og David James) á meðan 3 enskir voru tilnefndir sem bestu ungu leikmennirnir (Richards, Young og Agbonlahor) þar sem 2 þeirra komu úr Aston Villa?

Mér er bara spurt


mbl.is Ronaldo leikmaður ársins annað árið í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er á báðum áttum...

Í fyrsta lagi finnst mér að það sé búið að breyta laginu alltof mikið frá upprunalegri útgáfu, byrjaði sem einhvers konar austur evrópskt popp, svona tyrkneskur blær en núna er þetta eitthvað Euro-dance crap!

En ég er ekki að skrifa hérna til þess að dæma lagið, enda er það ekki í mínum verkahring hvort þetta lag fari áfram eða ekki, það er evrópa sem kýs þar.

 En Draupnir já, gamall flokkstjóri í unglingavinnunni í den, frábær gaur þar á ferð, hress og mjög skemmtilegur.

 En já þetta myndband? Þetta er í anda svona "Videobloggs", sem maður sér útum allt inná til dæmis youtube.com

En allavega, have fun við að horfa á þetta video.

 


mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söngkeppni Framhaldsskólanema 2008

Eftir að hafa horft á þessa blessuðu keppni og ég verð að viðurkenna að þessi keppni hefur aldrei NOKKURN tímann verið annar eins VIÐBJÓÐUR!

Við erum að tala um að bönd eins og Billy Idol, Muse, Coldplay (2 lög), Metallica og Dúkkulísurnar voru gjörsamlega tekin og nauðgað í þurrt rassgatið.
Af hverju er fólk að gera lögum þetta? Fyrir mér eru ákveðin lög það heilög að ég myndi ekki taka þau nema að vera 200%  viss um að ég ráði við þau.

En allavega þá var þessi keppni lélegasta söngvakeppni framhaldsskólanema sem hefur verið haldin!

Og Bjartur kynnir, ertu að fkn grínast í mér? Hann var svo fáranlega ófyndinn og GLATAÐUR!!!
mbl.is Verslósigur í söngkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband