Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Mjög sáttur

Ég verð að segja að ég er mjög sáttur með þessa útkomu og að Helgi Hjörvar hafi náð 3. sætinu er frábært fyrir hann, sem og flokkinn í heild.

Ef Samfylkingin nær 8 þingmönnum í reykjavík eftir kosningar þá lítur þetta bara mjög vel úten gleymum því ekki að það fer allt eftir úrslitum kosninga hver fer inn og aðilar nr. 9 og 10 gætu komist inn á kostnað manneskju sem endaði í 8. sæti, rétt eins og gerðist í kosningunum seinast þegar Mörðr var 7. í prófkjöri samfylkingar en þau sem voru í 8. og 9. sæti fóru svo inná þing.


mbl.is Ásta Ragnheiður í 8. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur það á óvart?

Það hefur verið í umræðunni um nokkurt skeið að Frjálslyndi flokkurinn sé gegnspilltur flokkur þar sem Guðjón sé með sitt fólk.

Annað sem ég íhuga í, það voru 100 sem kusu á landsþinginu... Er þetta ekki stærri flokkur en það? Það er búist við mörg þúsund manns á landsfundi sjálfstæðismanna og samfylkingar.

Vona að ég lendi ekki í veseni útaf þessum orðum en ég vona innilega að Frjálslyndi flokkurinn nái ekki manni inná þing í apríl og deyi út í kjölfarið af því.


mbl.is Guðjón Arnar kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband