Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Stríð gegn Smáís?

Meina, nú eru komnar 3 nýjar torrentsíður, það er bara staðreynd.

Ég held að aðalvandamáli sé að Smáís fóru kolrangt að þessum málum, í stað þess að ræða við viðkomandi aðila til að reyna að ná sátt þá kröfðust þeir lögbanns og höfðuðu mál gegn viðkomandi heimasíðum.

Af hverju var ekki hægt að setjast niður í rólegheitum og samið um sameiginlega sátt um þessi mál.

Þetta er bara orðið alltof mikið rugl og ég held að það séu afar fáir sem skilja þetta mál til fulls. 


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komast Englendingar á HM?

Það er stóra spurningin því þeir lenda í því að mæta Króötum aftur í undankeppni fyrir stórmót.

Ég tel þó að möguleikar Englendinga fari allt aftir því hvern þeir ráða sem landsliðsþjálfara.

En samt sem áður ættu Króatar og Englendingar að fara uppúr þessum riðli, sama hvernig fer.


mbl.is England aftur í riðli með Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugilegar hliðar fótboltans

Spáið í því þegar 1 heill stafur fer á mis þá breytist meiningin úr " Þú veist mín elskaða hve við elskum fjöllin þín" í "Elskan mín, limur minn er fjall!" bara vegna þess að það er sungið kura í stað kuda.

Frekar fyndið samt sem áður


mbl.is Framburðarklúður hjálpaði Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála!

England þarf að ráða þjálfara sem getur náð árangri og Fabio Capello er sá þjálfari.

Capello hefur náð árangri á öllum þeim stöðum þar sem hann hefur þjálfað, náði meistaratitlinum með Real Madrid á seinasta tímabili en var látinn fara vegna þess að stjórn Real Madrid fannst hann ekki vera að spila skemmtilegan bolta.

Hann notast kannski ekki við skemmtilegan fótbolta en hans aktík er árangursrík enda er hann Ítalskur.


mbl.is Hoddle vill að Capello taki við enska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur HM-dráttur

Mæta Hollendingum, Skotum, Noregi og Makedónum.

Er þá ekki raunhæft markmið að stefna á 3ja sæti í þessum riðli? Hafa það sem markmiðið og sjá hvað gerist?

þetta er samt sem áður nokkuð erfiður riðill þar sem við höfum 2 lönd; Skotland og Noregur sem rétt misstu af EM sæti í undankeppni EM.

Ég er allavega mjög sáttur


mbl.is Ísland með Hollandi og Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá...

Veit ekki... Bara vonandi að það verði ráðinn besti kosturinn ekki versti eins og seinast!
mbl.is Avram Grant: Redknapp eða Mourinho
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Dóra

Að fara yfir í FRAM og fylgja Þorvaldi.

Maður skilur alveg hans sjónarmið þar sem hann er í námi í bænum og þetta er bara ákveðinn áskorun, bara vona að félagi minn standist álagið en ég er viss um að hann geri það;)


mbl.is Halldór til liðs við Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, sumir lifa sig meira inní hlutina

Þetta minnir nú bara á þegar maður er að horfa á myndir með mömmu, hún á það til að lifa sig inní myndirnar en á það líka til að spyrja endalaust útí myndina, jafnvel þótt maður hafi sjáfur séð jafn mikið af myndinni og hún og veit ekkert meira um hana.

 Já, sumir eru bara furðulegri en aðrir en það er bara gaman að svona


mbl.is Hjálparkall vegna hryllingsmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík Mannvonska!

Jás, það er ljóst að heimurinn er ekki allsstaðar eins. Sum staðar er fólk dæmt til dauða með grýtingum, annars staðar er það hálshöggvið og svo þetta í Brasilíu.

Á Íslandi hefði þessi stelpa sloppið með aðvörun ef þetta hefði verið í fyrsta skipti og hún með hreina sakaskrá eða verið send á vandræðaheimili en hvað gera þau í Brasilíu?
Hafa hana innan um 20 karlmenn sem margnauðga henni!!! Þetta eru bara hrein og klár mannréttindabrot og brot á barnalögum!

En hvað veit maður? Kannski eru þannig lög ekki til í Brasilíu!


mbl.is 15 ára stúlka sett í fangaklefa með 20 mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkir ***** (RITSKOÐUN!)

ÉG verð seint talinn sem einhver Red hot chili peppers fan en þessi kæra er bara einfaldlega fáranleg.

Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu?

Það var annað með þetta Supernovamál í sumar en þetta er bara heimskulegt! 


mbl.is Red Hot Chilli Peppers vilja banna Californication
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband