Enskir Markmenn?
21.11.2007 | 20:29
Er einhver bölvun á enskum markvörðum? Það er sama hver er settur í markið, þeir gera allir afdrífarík mistök á einhverjum tímapunkti....
Þessi staða hefur verið vesen eftir að David Seaman ákvað að hætta með landsliðinu
England tapaði og Rússar náðu síðasta EM-sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonandi ekki.
20.11.2007 | 20:11
Tala nú ekki um ef Martin Laursen myndi líka fara!
Mellberg á leiðinni til AC Milan? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hálfur heili já?
19.11.2007 | 21:53
Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smáís - SAMTÖK SATANS!
19.11.2007 | 15:50
Er þetta ekki orðið fulllangt gengið eða? Að loka torrent.is og fá lögbann, í alvöru talað, þetta er bara rugl en ég get lofað því að nú flykkjast allir inná hina "sænsku" torrent síðu.
En í alvöru talað þá er SMÁÍS ekkert nema sínöldrandi apakettir sem mega.... (ritskoðað vegna slæms orðbragðs).
Ef mig langar til að kaupa íslenskan disk í framtíðinni þá mun ég reyna að ná samband við tónlistarmanninn sjálfan! Ég ætla ekki að fara að styrja Snæbjörn, Magga K og co... Ekki sjens í ... (Ritskoðað)
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Smá-ís - Smár Ís
19.11.2007 | 12:57
Er þetta ekki orðið gott hjá Smáa Ísnum? Það eru held ég allir fyrir löngu hættir að hlusta á þetta endalausa væl í þeim varðandi sölutap og alls konar rugl.
Látum okkur nú sjá, þeir tala um að sala á íslenskum diskum sé að minnka útaf torrent.is en samt eru 15 af 20 söluhæstu diskunum ÍSLENSKIR!
Ég get alveg viðurkennt að ég hef sótt ýmislegt af torrent, þá eru það hlutir sem ég get annaðhvort ekki fengið í Íslenskum verslunum eða eitthvað sem ég myndi aldrei fyrir mitt litla líf versla, eins og t.d. SPRENGIHÖLLINA!
Ég er kannski kominn á hálan ís með að viðurkenna það en ég sótti diskinn með Sprengihöllinni til að heyra hvort þetta væri diskur sem ég myndi hafa áhuga á að kaupa því ég hef hingað til ekki heyrt neitt lag með þeim sem ég fýla, sá þá LIVE í eitt skipti og þeir voru bara ein lélegasta hljómsveit sem ég hef á ævi minni heyrt LIVE.
Eins og ég segi þá sæki ég stundum plötur af netinu, þá aðallega vegna forvitni til að heyra hvort þetta sé eitthvað sem ég fýla.
Eins og ef einhver félagi minn er að mæla með einhverri hljómsveit við mig, þá sæki ég frekar disk með henni heldur en að fara útí búð og kaupa disk því ég hef margoft brennt mig á að kaupa einhverjar plötur sem eru síðan algjört TRASH!
Ég innilega vona að litli ísinn okkar hætti þessarri vitleysu og fari að sinna sinni vinnu vegna þess að önnur hver staðhæfing sem þau koma með er algert RUGL.
Meira var það ekki
PEACE!
Eigandi Torrent yfirheyrður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gefins?
16.11.2007 | 22:11
"Til gefins er rúmlega 200 ára gamall Sænskur vefstóll. Uppl. í s. 692 5018."
Allt í lagi, ef þessi stóll er rúmlega 200 ára gamall, af hverju er þá verið að gefa hann? Held að þessi auglýsing sé rugl en ég væri alveg till í 200 ára gamlan stól, ekki málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tap - Tap - Tap
16.11.2007 | 22:03
Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rétt - Svo rétt
15.11.2007 | 21:55
Auðvitað á þessi lögreglumaður að fá kæru fyrir morð, ég veit nú ekki undir hvaða flokki þetta myndi flokkast, sjálfsagt "manndráp af gáleysi" þar sem hann segir að kúlan hafi verið "slysaskot" þegar hann var að læsa byssunni eða hvað sem það var sem hann sagði.
Það þarf samt alvarlega að fara að taka á þessum boltabullum sem eru með slagsmál og leiðindi á nánast öllum leikjum í Ítalska boltanum.
Þetta verður bara að stoppa!
Ítalskur lögreglumaður verður ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Held að þetta sé gott fyrir báða aðila
15.11.2007 | 21:11
Það er bara hollt fyrir Árna Gaut að breyta til, jafnvel reyna að komast að hjá liði utan Noregs, hann hefði bara mjög gott að því.
Vonandi lendir hann þó ekki í liði þar sem hann verður "varaskeifa", það yrði slæmt fyrir hann og landsliðið.
Árni Gautur hættur hjá Vålerenga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eitthvað gruggugt í gangi hjá Luton Town?
15.11.2007 | 20:20
Ég þekki nú 2 sem styðja Luton Town á Íslandi og annar þeirra er enginn annar en Stefán Pálsson, ofurbloggari, herandstæðingur og fyrrverandi Gettu Betur dómari.
En þessi kæra kemur í sjálfu sér engum á óvart og það munu sjálfsagt koma inn fleiri "gruggug" mál fram í sviðsljósið í framtíðinni enda hafa verið mörg "einkennileg kaup" seinustu ár.
Luton Town ákært fyrir ríflega 50 atriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |