Ég elska hryllingsmyndir
1.11.2007 | 13:18
Ég hef séð nokkrar af þeim myndum sem eru á þessum lista og margar af þessum myndum eru þegar orðnar Klassískar myndir.
Exorcist - Snilldarmynd sem lét hár mín rísa öðru hverju
The Shining - Úff... Ein besta mynd allra tíma að mínu mati, Jack Nicholson (af hverju get ég ekki skrifað nafnið hans rétt!?) sýndi snilldarleik og fékk óskarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni, ef ég man það rétt.
A Nightmare on Elm-Street - Klassík
The Omen - Ein mesta creepy mynd sem ég hef séð.
En hvað með myndir eins og Rosemary´s Baby eða Misery? Þær eru snilld og atriði í Misery er eitt ógeðslegasta atriði sem ég hef á ævinni séð
The Exorcist valin besta hryllingsmynd allra tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Sammála því að The Shining er ein besta mynd allra tíma, hún er fyrir löngu síðan orðin klassík og Jack kallinn sýnir stórleik. Hins vegar er það rangt að hann hafi unnið Óskarsverðlaun fyrir þetta hlutverk, hann var ekki einu sinni tilnefndur - reyndar fékk The Shining enga tilnefningu til Óskars.
Þau hlutverk sem Jack Nicholson fékk Óskarinn fyrir eru: One Flew Over the Cuckoo's Nest (sem er alveg frábær), Terms of Endearment og As Good As It Gets. Að auki hefur hann verið tilnefndur 12 sinnum til Óskars og er það met fyrir karlkyns leikara.
Kv,
Robbi kvikmyndanörd
Robbi (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 19:50
Ohh... Alltaf er ég með allar staðreyndir rangar... hehehe
Valsarinn, 1.11.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.