Nokkur ljóð úr
13.11.2007 | 00:56
Ást og umhyggja
Þú ert sú sem ég hugsa mest um,
sú sem á allar rætur hjarta míns,
sú sem átt alla mína ást og umhyggju
og átt allt sem ég get gefið frá mér.
Hún grætur
Tágrönn og horuð
situr hún og grætur,
veit ekki hvert hún stefnir
né hvar hún endar.
Situr ein,
reynir að bæta sig
en getur það ekki
því hún er föst í eigin kvölum.
Því hægt og rólega
hverfur hún smátt og smátt,
hún reynir að bæta sig
áður en það er of seint.
Því dagurinn í dag
gæti verið sá seinasti
sem hún lifir.
Ég vissi ekki alveg hvenær
ég gat hætt að hugsa
um þetta sem gerðist um daginn
þar sem ég stóð einn og nakinn.
Fólk hló að mér og gerði grín,
starði bara á mig
með sínum ógnandi augum.
Mér leið alveg hrikalega illa,
að standa þarna alsber
fyrir framan allt þetta fólk,
mig langaði helst að stökkva útum gluggann
og vona að ég myndi
losna úr þessari aðstöðu.
En ég gerði samt ekkert,
stóð bara kyrr og horfði á fólki
hlæja að mér eins og ég væri
eitthvað skemmtiatriði.
En ég veit ekki enn
hvernig það gerðist.
Myrkur
Myrkrið er eins og sólin,falin fegurð sem fáir hafa séð.
Fegurð sem sést aðeins í augum þeirra
sem trúa á fegurð myrkursins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.