Smá-ís - Smár Ís

Er þetta ekki orðið gott hjá Smáa Ísnum? Það eru held ég allir fyrir löngu hættir að hlusta á þetta endalausa væl í þeim varðandi sölutap og alls konar rugl.

Látum okkur nú sjá, þeir tala um að sala á íslenskum diskum sé að minnka útaf torrent.is en samt eru 15 af 20 söluhæstu diskunum ÍSLENSKIR!

Ég get alveg viðurkennt að ég hef sótt ýmislegt af torrent, þá eru það hlutir sem ég get annaðhvort ekki fengið í Íslenskum verslunum eða eitthvað sem ég myndi aldrei fyrir mitt litla líf versla, eins og t.d. SPRENGIHÖLLINA!

Ég er kannski kominn á hálan ís með að viðurkenna það en ég sótti diskinn með Sprengihöllinni til að heyra hvort þetta væri diskur sem ég myndi hafa áhuga á að kaupa því ég hef hingað til ekki heyrt neitt lag með þeim sem ég fýla, sá þá LIVE í eitt skipti og þeir voru bara ein lélegasta hljómsveit sem ég hef á ævi minni heyrt LIVE.

Eins og ég segi þá sæki ég stundum plötur af netinu, þá aðallega vegna forvitni til að heyra hvort þetta sé eitthvað sem ég fýla.
Eins og ef einhver félagi minn er að mæla með einhverri hljómsveit við mig, þá sæki ég frekar disk með henni heldur en að fara útí búð og kaupa disk því ég hef margoft brennt mig á að kaupa einhverjar plötur sem eru síðan algjört TRASH!

Ég innilega vona að litli ísinn okkar hætti þessarri vitleysu og fari að sinna sinni vinnu vegna þess að önnur hver staðhæfing sem þau koma með er algert RUGL.

Meira var það ekki
PEACE!


mbl.is Eigandi Torrent yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband