Smáís - SAMTÖK SATANS!
19.11.2007 | 15:50
Er þetta ekki orðið fulllangt gengið eða? Að loka torrent.is og fá lögbann, í alvöru talað, þetta er bara rugl en ég get lofað því að nú flykkjast allir inná hina "sænsku" torrent síðu.
En í alvöru talað þá er SMÁÍS ekkert nema sínöldrandi apakettir sem mega.... (ritskoðað vegna slæms orðbragðs).
Ef mig langar til að kaupa íslenskan disk í framtíðinni þá mun ég reyna að ná samband við tónlistarmanninn sjálfan! Ég ætla ekki að fara að styrja Snæbjörn, Magga K og co... Ekki sjens í ... (Ritskoðað)
Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óttalega ertu vitlaus. Í fyrsta lagi hefur SMÁÍS ekkert með tónlist að gera heldur eru það hagsmunasamtök myndrétthafa. Stef eru sambærileg hagsmunasamtök tónlistarmanna. Í öðru lagi, hvern heldur þú svo að Stef vinni fyrir og í hverra umboði? Tónlistarmennina sjálfa að sjálfsögðu! Stef eru non profit samtök sem vernda rétt tónlistarmanna og innheimta stefgjöld. Svo ef þú heldur að þú sért að styrkja þessi samtök með því að kaupa tónlistar- og/eða mynddiska út úr búð þá er það bara ekki rétt. Þau fá ekki krónu. Og þó þú kaupir geisladiskinn beint af tónlistarmanninum sjálfum hefur þú samt engan rétt á að dreifa honum á netinu nema með samþykki höfundar.
Það er ekki nóg með að þú rænir, heldur áskilur þú þér rétt til að úthúða fórnalömbunum þegar þau leita til yfirvalda. Þetta er í daglegu tali kallað siðblinda.
Ólafur (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 23:48
Er ég eitthvað að gefa í skyn að ég sé að dreifa tónlist á netinu? ÉG get bara viðurkennt að ég hef rippað diska inná tölvuna mína en það er bara til einkanota.
Ég er bara kominn með uppí kok af þessum endalausa hroka hjá Magga K. Snæbirni og öllum þeim, í stað þess að kæra þá hefðu þeir getað hafið málamiðlun.
Smáís var samt mest að væla útaf því að það væri Íslensk tónlist inná torrent, það kemur þeirra máli ekki við, þetta var það sama með DC málið, þeir voru aðallega að tuða útaf tónlistarflæðinu.
Ég veit ekki betur en að Björn, leikstjóri myndarinnar Köld Slóð, hafi bara verið ánægður með þá athygli sem myndin fékk inná torrent og að Eiður A., útgáfustjóri Senu, hafi sagt í viðtali að niðurhal þurfi ekki endilega að vera af hinu góða, heldur þvert á móti gæti það hjálpað því það séu bara minnihluti niðurhalara sem sækir í stað þess að kaupa.
Oft sækir maður eitthvað sem manni langar í áður en maður kaupir það til að heyra hvernig það er en ef það er eitthvað að koma út sem maður hefur verið að bíða eftir langar virkilega í þá kaupir maður það sama dag og það kemur út!
Og ég þakka kælega hlý orð í minn garð, sést kannski best á þeim hvor er nú vitlausari;)
Valsarinn, 22.11.2007 kl. 00:04
"Ég get alveg viðurkennt að ég hef sótt ýmislegt af torrent, þá eru það hlutir sem ég get annaðhvort ekki fengið í Íslenskum verslunum eða eitthvað sem ég myndi aldrei fyrir mitt litla líf versla, eins og t.d. SPRENGIHÖLLINA!" - Tekið úr færslunni á undan á blogginu þínu svo það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir verið að gefa í skyn að þú sért að dreifa tónlist á netinu. Að minnsta kosti sækja hana.
SMÁÍS hefur ekki sótt rétt tónlistarmanna þó þeir hafi kannski minnst á þau þar sem hagsmunirnir eru þeir sömu.
Hroka? Að vilja ekki láta ræna efni frá sér??? Skil ekki alveg hvernig það getur verið hroki. Er það þá líka hroki af verslunareigendum að koma upp videóeftirlitskerfi í búðunum sínum til að koma í veg fyrir þjófnað? Og hvernig hefði þessi málamiðlun átt að vera? Ef þú stelur 50% minna af mér skal ég ekki fá lögbann á þig?!?
Ef listamennirnir eru sáttir við dreifingu á sínu efni á internetinu er það gott og blessað og í þeirra höndum. Enginn er neyddur til að skrá sig í SMÁÍS eða Stef og þessi hagsmunafélög sinna eingöngu málefnum sinna umbjóðenda. Ef þú ert sáttur við frjálsa dreifingu á netinu þá skráir þú þig úr samtökunum.
Auðvitað er það rétt að download þarf ekki í öllum tilfellum að þýða minni sölu á plötum. Ég þekki það sjálfur að hafa náð í nokkur lög af netinu og ákveðið í framhaldinu að kaupa diskinn (já já, ég er ekkert heilagur, munurinn er bara sá að ég viðurkenni brot mitt og dettur ekki í hug að hallmæla þeim sem ég braut á). Að sama skapi kannast ég líka við það að hafa náð í lög af disk sem ég hætti við að kaupa í kjölfarið og þar með varð tónlistarmaðurinn af peningum sem ég hefði annars eytt í hann. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki mín ákvörðun eða einhvers annars internetsnotanda heldur ákvörðun eiganda útgáfuréttarins.
Þetta er svo mikið rugl. Fólk lætur eins og þetta sé e-ð minni þjófnaður en annað. Sem það er ekki. Hann er bara þægilegri að mörgu leiti af því að hann fer fram í gegnum tölvuskjá og í huga margra er eins og það sé ekki hluti af veruleikanum... heldur einhverskonar sýndarveruleiki. Það er ekkert hægt að áfellast fólk fyrir að sækja rétt sinn, ekki frekar í þessum málum en öðrum þar sem er brotið á fólki. En það er fullt af listamönnum sem eru sáttir við að þeirra efni sé dreift á netinu og þá er það bara allt í lagi. Og án efa verður það framtíðin að tónlistarmenn gefa út efni á netinu eins og Radiohead var að gera um daginn. En það er svoltítið annað að vera Radiohead eða Páll Óskar Hjálmtýsson sem getur tæplega fetað í fótspor Radiohead og búist við að fá fyrir upptökukostnaði.
Ólafur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:13
Þetta úr fyrra bloggi er alveg rétt en yfirleitt er ég að sækja erlenda tónlist.
Ég er alveg með frálsri dreifingu og ég er t.d. mjög sáttur með þá þjónustu sem t.d. tónlist.is byður uppá, þar sem þú getur keypt heilu plöturnar á því formatti sem hentar hverjum og einum.
Ég hef meira að segja keypt lög af netinu, bæði erlendis frá og innanlands.
Svo eru reglurnar einhvernveginn á þann hátt að þú mátt sækja tónlist af netinu en það er lögbot að dreifa henni þannig að ef þú sækir tónlist frá öðrum en dreifir henni ekki þá ertu ekki að brota nein lög samkvæmt þessarri skilgreiningu.
Valsarinn, 22.11.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.