Enskir Markmenn?
21.11.2007 | 20:29
Er einhver bölvun á enskum markvörðum? Það er sama hver er settur í markið, þeir gera allir afdrífarík mistök á einhverjum tímapunkti....
Þessi staða hefur verið vesen eftir að David Seaman ákvað að hætta með landsliðinu
England tapaði og Rússar náðu síðasta EM-sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Athugasemdir
Það er varla von á öðru, þegar landsliðsþjálfarinn lítur sífellt framhjá þeim markmanni sem hefur átt mjög stöðuga og góða leiki með sínu liði síðasta árið og vel það. Robert Green hjá West Ham.
Kristján Magnús Arason, 21.11.2007 kl. 22:26
Já það virðist vera einhver bölvun á enskum markvörðum,og agalegt fyrir Scott Carson lenta í þessu,sínum fyrsta leik.
Samt sem áður er Enska Landsliðið svo ofmetið að hálfa væri nóg,almenngur í Englandi er að gera sér það ljóst.Það væri gjörsamlega óþarfi að skella skuldinni á Scott Carson,sem verður vonandi ekki gert.Enska liðið kom sjálfum sér þessa aðstöðu,þessar ensku prímadonur eru skömmunni skárri.
Það virstist vera aukaatriði að ná jafntefli gegn sterku Króatísku liði,ensku sorpblöðin og almenningur vildu bara SIGUR og ekkert annað fyrir fram 90 þúsund manns.
Scott Carson átti meira skilið að vera í markinu frekar en Robert Green,þótt Green sé góður.Carson hefur átt frábært tímabil hjá Villa og vonandi verður hann framtíðar markvörður hjá Enska landsliðiðnu.
Með bestri Villa kveðju
Friðrik
Friðrik Friðriksson, 22.11.2007 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.