Flott val... Þannig séð

Sem Valsari er ég mjög ánægður með að Margrét Lára hafi verið valinn íþróttamaður ársins en ég hef séð nokkra bloggara vera með neikvæðni og hneyglissvip að leiðarljósi útaf þessu vali.

Við verðum að átta okkur á því að það er verið að velja ÍÞRÓTTAmann ársins, það er ekki verið að velja SIGURVEGARA eða VINSÆLASTA íþróttamann ársins.

 Hér eru orð Magnúsar Geirs um þessa tilnefningu
"Mikil lifandis ósköp! Margrét var framúrskarandi sem aldrei fyrr í boltanum í sumar, setti markamet já og var ein aðaldriffjöðurin í landsliðinu. Að auki er ég sjálfur mjög hrifin af henni og mikill stuðningsmaður kvennafótboltans, en afrek Rögnu í ár bæði hérlendis og þá ekki síst erlendis, eru einfaldlega MEIRi, hreinlega ekki hægt að jafna því saman, hún ein af 20 bestu í Evrópu í greininni nú í árslok og númer 53 á heimslistanum! VAnn svo þrefalt á Íslandsmótinu hér heima, tvö alþjóðamót og komst í úrslit allavega á einu til viðbótar, en gat ekki keppt til úrslita vegna meiðsla!Í ofanálag er hún svo inn á topp 19 til að öðlast þátttökurétt á Olympíuleikunum í Kína á næsta ári og fer þangað með sama áframhaldi!"
Ég er alls ekki að setja neitt útá Rögnu sem íþróttamann en má ég benda Magnúsi á að Ragna var í 3ja sæti í kjörinu, það er nokkuð gott og ef hún heldur áfram því flugi sem hún er á verður ekki langt í að hún taki þennan titil.

Næst ætla ég að vitna í og svara Óskari sem er með síðuna 123.blog.is
"Hafið þið horft á kvennaknattspyrnuleik úr efstu deild hér heima ?  Þetta er náttúrulega bara djók og móðgun við íþróttamenn sem leggja hart að sér til að komast í fremstu röð.  Margrét er ekki einu sinni í atvinnumennsku,- reyndir fyrir sér í þýskalandi ef ég man rétt en fékk heimþrá og rifti samningnum!!  Hvenær hefði karlkyns knattspyrnumaður komist upp með annað eins gagnrýnilaust?

Ég þekki Margréti ekki neitt og er ekkert að gera lítið úr henni sem persónu - mér finnst bara að með þessu vali er verið að niðurlægja okkar fræknustu íþróttamenn eins og Eið Smára sem spilar með einu albesta félagsliði veraldar og Jón Arnór sem er orðinn verulega þekktur á Ítalíu fyrir frábæra frammistöðu.  Hver ætli þekki nafn Margrétar Láru í útlöndum ?"
Allt í lagi, það er eitt að gagnrýna valið sjáft en það er alger óþarfi að skíta út kvennaboltann í heild sinni. Íslenska deildin er að verða jafnari, það eru fleiri sterkari lið og liðin í neðri hlutanum eru að ná efri liðunum, jafnvel er talið fullvíst að 2-3 stelpur úr Val fari út í atvinnumennsku fyrir næsta tímabil, er það ekki jákvætt fyrir boltan og íslenska kvennalandsliðið? Ég myndi halda það.
Og það kemur málinu ekkert við hversu "þekktur" þú ert erlendis, heldur hvernig þú stendur þig á vellinum og Margrét hefur sýnt það undanfarið að hún á þessi verðlaun virkilega skilið.

Í lokin ætla ég að vitna í Rúnar Hauk
"Er ekki verið að grínast með þessu vali ?

Hvar var Jón Arnór Stefánsson ? sem svo sannarlega átti þetta skilið, er að spila í sterkustu deild það er meistaradeildini og svo lykilmaður í einni sterkustu deild í heimi ....    nú segi ég eins og stjórnmálamenn ég vil fá greinargerð um þetta val."
Ég veit ekki einu sinni hvort ég nenni að svara þessu rugli hjá honum, nei þetta er ekki grín, með þessum orðum er verið að sýna kvenfyrirlitningu vegna þess að kona fékk þessi verðlaun framyfir karl. Meira rugl hef ég aldrei lesið á minni stuttu ævi.

Annars vil ég óska Margréti Láru, Völsurum og Íslenskri kvennaknattspyrnu til hamingju með þennan titil.


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

góður - þú ruglar þessu saman, það er verið að sýna karlfyrirlitningu með því að velja hana fram yfir karla :-)

Greynilegt að verið er að verðlauna hana núna þar sem hún var ekki kosinn ( ranglega að ég tel ) sem best í lokahófi knattspyrnumanna

Hún er búin að vera langbest hérna heim í kvennaboltanum engin spurning en besti íþróttamaður íslands neibb 

Rúnar Haukur Ingimarsson, 28.12.2007 kl. 21:28

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Mér skilst á þeim sem til þekkja að Margrét Lára geti valið milli liða í útlöndum ef hún bara vill. Vona að þetta gleðji þá sem telja að upphefðin komi fyrst og fremst að utan. Til hamingju Margrét og til hamingju Ísland að eiga svona frábæran íþróttamann!

Markús frá Djúpalæk, 28.12.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Valsarinn

Rúnar: Eða öfugt, meina hvort heldur sem er þá breytir það engu máli... Og þetta með best á íslandsmóti kvenna var bara samantekin ráð hjá afbrýðissömum leikmönnum annarra liða...

Valsarinn, 28.12.2007 kl. 22:07

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Það er með ólíkindum að unnt sé að sjá femínískt samsæri út úr valinu á Margréti Láru; reyndar er ég ekki viss um það sé skynsamlegt að reyna að sjá út úr þessu einhvern jafnréttissigur heldur.

Ætli mikilvægasti árangur Margrétar Láru sé ekki sá að íslensk kvennaknattspyrna er nú samkeppnisfær við knattspyrnu annars staðar. Hún benti þó á í viðtalinu eftir hún tók við gripnum að hún er hópíþróttamanneskja og þar af leiðandi getur hún ein aldrei náð þess háttar árangri enda hafa aðrar íslenskar knattspyrnukonur náð langt, líka í þessu kjöri á fyrri árum.

Ánægjulegt er að það komu margir frábærir íþróttakarlar og -konur til greina og að fleiri en einn annar íþróttamaður eða -kona hefði getað hampað titlinum með fullri sanngirni, þótt mér sýnist þetta sanngjarnasta valið. Óskaplega erfitt er að bera þetta saman og það vita auðvitað þeir sem að valinu standa, íþróttafréttamenn, allra best.

Ef keppnisskap ræður einhverju um val íþróttamanns ársins virðist mér Margrét Lára vera fremst meðal jafningja. Það er stórkostlegt að sjá þegar fólk hefur gaman af því sem það er fást við, eins og Margrét Lára. Ég held að hún muni ná gríðarlega langt í sinni íþrótt, með þá hæfileika og áhuga sem hún hefur, og óska henni velfarnaðar og til hamingju.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.12.2007 kl. 11:53

5 Smámynd: Valsarinn

Ég er alls ekki að meina að val Margrétar Láru sem íþróttamaður ársins sé feminískt samsæri og ef þú heldur það þá ertu að taka orð mín algjörlega út úr samhengi.

Það sem ég var að meina var valið á leikmanni ársins í efstu deild kvenna þar sem það eru leikmenn og þjálfarar liðana í deildinni sem kjósa um besta og efnilegasta leikmann ársins.
Þar var víst ákveðinn hópur, ef sagan reynist rétt, sem ákvað að sniðganga Margréti Láru og uppúr krafsinu kom að önnur stelpa var valinn leikmaður ársins, stelpa sem hafði verði frá vegna meiðsla allt undirbúningstímabilið og var EKKI einu sinni valin best í sínu eigin liði. Enda var það val algjör brandari og margir hafa litið svo á að það þurfi að endurskoða hvernig valið á leikmanni ársins fari fram.

Valsarinn, 29.12.2007 kl. 14:01

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Sæll Valsarinn, nei, ég er ekki meina þín orð séu tilvísun til femínísks samsæris heldur sum þau ummæli sem þú vitnar í og margvísleg önnur ummæli sem ég hef lesið í dag á netinu. Reyndar sennilega frekar að taka undir þín orð.

Kær kveðja að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.12.2007 kl. 16:50

7 Smámynd: Valsarinn

Það var lítið, skila kveðju norður;)

Valsarinn, 29.12.2007 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband