Og hverju breytir það?

Ekki neinu, þetta er bikarkeppni, það er ekki eins og Manchester fkn United græði eitthvað á þessu í deildinni.

Sem Villa aðdáandi er ég eiginlega hundfúll að hafa tapað þessum leik, hér áður fyrr gjörsamlega HATAÐI ég Ruud Van Nistelrooy (eins og svo margir aðrir NON-Man utited fans) því hann skoraði ALLTAF gegn Villa, get ekki gleymt bikarleiknum þar sem villa var 2-0 yfir þegar 15 mín var eftir, Ferguson setti Nistelrooy inná, Man Utd jafnaði og sigruðu svo 3-2!

Núna var staðan 0-0 þegar 10 mín voru eftir og allt stefndi í annan leik á Old Trafford en nei, hvað gerist? Rétt eins og í leiknum nokkrum tímabilum fyrr þá skora Man Utd 2 mörg á seinustu 10 mínútum leiksins.

Hvers þarf ég að gjalda fyrir að vera Aston Villa aðdáandi eiginlega og af hverju í andskotanum mætum við ALLTAF Man Utd í FA Cup??

Lítum á seinustu leiki í FA Cup

2008 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 0-2 (Ronaldo, Rooney)
2007 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 1-2 (Larsson, Solskjær)
2006 - 4. umferð gegn Man City 0-0 á Villa Park og svo 2-1 tap í Manchester
2006 - 3. umferð gegn Hull 1-0
2005 - 3. umferð Sheff Utd 1-3
2004 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, hvar annarsstaðar!?) 1-2 (Scholes 2 á 4 mín. eftir að Villa var í 1-0, man eftir þessum leik!)
2003 - 3. umferð gegn Blackburn (Villa Park) 1-4
2002 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, þarftu að giska!?) 2-3 (Villa var í 2-0 þegar 15 mín voru eftir þá skoruðu Man Utd 3 mörk á 5 mín... Solskjær á 77 mín og svo Nistelrooy tvö á 80 og 82 mín og ég gjörsamlega TROMPAÐIST eftir þann leik!)
2001 - 4. umferð gegn Leicester (Villa Park) 1-2
2001 - 3. umferð gegn Newcastle (þurfti 2 leiki þar sem Villa sigraði seinni leikinn 1-0 á Villa park)
2000 - Úrslit gegn Chelsea 0-1 tap
2000 - Undanúrslit gegn Bolton, Villa sigraði 4-1 eftir Vítaspyrnukeppni
2000 - 8 liða úrslit gegn Everton 2-1
2000 - 5. umferð gegn Leeds (Villa Park) 3-2
2000 - 4. umferð gegn Southampton (Villa Park) 1-0
2000 - 3. umferð gegn Darlington (Villa Park) 2-1

Eftir að hafa náð úrslitaleik gegn Chelsea árið 2000 hefur Aston Villa ekki farið lengra en 4. umferð, enda ekki annað hægt þegar Villa er dregið gegn Man Utd 4 sinnum á seinustu 6 árum! Er það tilviljun? Ég EFAST um það! Sérstaklega þar sem þetta er annað árið í röð að það er Aston Villa - Man Utd í 3. umferð!!!

Nú er það bara deildin þar sem stefnan er sett á 5. SÆTIÐ!

Takk fyrir mig


mbl.is Ronaldo og Rooney tryggðu United sigur á Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband