Eurovision Blogg

Í tilefni þess að Gilli félagi minn komst í úrslit í eurovision þá ætla ég að reyna að tala um öll lögin sem komust áfram í úrslit...
Það verður erfitt, sérstaklega þar sem ég er engan veginn að fýla öll þau lög sem fóru áfram, ásamt því að allavega 2 lög sem ég taldi vera sigurstrangleg duttu út.

Vika 1
Núna veit ég -  Birgitta & Magni

Kannski er ég HARSH en þetta lag er eingöngu í úrslitum vegna þess að Magni & Birgitta Haukdal flytja lagið, ég spyr; Viljm við senda Birgittu aftur út? Svarið mitt er NEI!!!

Gef mér von - Páll Rózinkrans

Fínt lag en á engan vegin heima í þessum úrslitum, klárlega meðal slöppustu lagana í úrslitunum

Vika 2
"In your dreams" - Davíð Olgeirsson

Þetta er fínt lag. Píanóspil og rólegt lag en ég tel að þetta lag sé ekki nógu gott til að fara í Eurovision. En þetta er efni í útvarpsslagara.

Hvað var það sem þú sást í honum - Baggalútur

Þetta lag er bara hrikalega leiðinlegt... shit, hvað er að fólki sem kýs þetta lag áfram? Þetta er eiginlega bara um 20 árum of seint!

Vika 3
Fullkomið líf - Eurobandið

Eitt af 3 sigurstranglegustu lögunum, flott lag og catchy, er samt ekki viss hvort við værum að ganga í rétta átt með því að senda "Eurovision ábreiðuband" út en hver veit? Þetta er flott lag.

Hvar ertu nú - Dr. Spock

Annað lag sem er sigurstanglegt að mínu mati, mun berjast á toppnum við Eurobandið og Mercedes Club, sjáum svo bara til hvað gerist.

Vika 4
Hey hey hey we say ho ho ho - Mercedes Club

Já, ég veit ekki hvað það er en ég fékk netta gæsahúð þegar ég heyrði það í kvöld, það var alls ekki eins flott og frábært og það var í fyrra skiptið en þetta er að mínu mati eitt af sigurstranglegustu lögunum

Don´t wake me up - Ragnheiður Gröndal

Ragnheiður má eiga það að hún er virkilega falleg stelpa og meðal betri söngkvenna landsins.
Það verður að viðurkennast að ég var ekki alveg að kaupa þetta lag þegar ég heyrði það fyrst og þá kom það mér virkilega á óvart að það skildi fara áfram, hvað þá að það hefði slegið út lag Svölu Björgvins í seinasta þætti... Buffið + Ragnheiður Gröndal = SALA!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég ætla að veðja á að Heyhey lagið vinni. Ég ætla líka að veðja á að við sjáum rosalega eftir að hafa valið það í 21. viku ársins.

Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Valsarinn

Hehehe... Láttekki svona;) Við sendum bara út besta lagið;)

Valsarinn, 14.2.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Okkur hefur nú ekki tekist það hingað til - - en ég er sammála þessu með Wiggle sönginn hennar Svölu, ég er hissa á að það komst ekki áfram - miklu flottari og þéttari flutningur en t.d. Heyið.

Markús frá Djúpalæk, 15.2.2008 kl. 13:04

4 Smámynd: Valsarinn

Við verðum samt að átta okkur á því að Gillz, Gazman og Partýhansinn tilheyra einhverjum stærsta vinahóp landsins þar sem þeir eiga vini sem eiga vini sem þekkja fólk sem þekkja fólk sem kjósa...

Valsarinn, 15.2.2008 kl. 19:13

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þá þurfa þeir að koma sér upp samskonar vinahópum í Póllandi, Englandi og Tyrklandi. Þá er málið leyst

Markús frá Djúpalæk, 16.2.2008 kl. 15:50

6 Smámynd: Valsarinn

Já, verður það nokkuð vandamál? Las reyndar á svæðinu þeirra inná mittsvæði.com að þau væru að taka upp 2 ný lög!

Valsarinn, 17.2.2008 kl. 00:33

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Aldrei vandamál - - -

Markús frá Djúpalæk, 18.2.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband