KR = KSÍ?
26.2.2008 | 19:57
Þessi dómur er bara fáranlegur, sérstaklega í ljósi þess að KR fær ekkert, enga sekt né neitt, kannski vegna þess að þetta er KR?
Ég frétti í dag að þetta hafi gerst í utandeildinni í sumar að lið hafi yfirsést að skrá leikmann á leikskýrslu og þá hafi verið leitað til KSÍ sem hafi bent á sektir, þess vegna finnst mér þessi dómur með eindæmum furðulegur, ekki vegna þess að ég sé sjálfur Valsari, heldur vegna þess að KRingar brutu reglur með þessum mistökum.
Það er semsé í lagi að KRingar skrái ekki leikmenn á leikskrár í Héraðsmótum en ef önnur félög gera það þá fá þau sektir og alls konar þannig rugl?
Það virðist semsé vera að það skipti máli hvort þú sért KR eða KA...
![]() |
Kærunni hafnað og ÍR leikur til úrslita |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er auðvitað vitleysa að þetta sé vegna þess að liðið sem um ræðir sé KR. Dómur þessi var byggður á fleiri en einu fordæmi.
Þar að auki á knattspyrna ekki að snúast um það hvort stór stafur fylgi á eftir punkti eða stafsetningar og málfræðivillum. KR vann leikinn sannfærandi 4-0 og því óíþróttamannslegt hjá Valsmönnum að reyna að vinna leikinn með lagaklækjum.
Leiðréttum mig endilega ef ég hef rangt fyrir mér, en ég held meira að segja að Guðmundur Pétursson hafi ekki einu sinni komið inná, hvað þá að hann hafi haft stórkostleg áhrif á leikinn.
En það er rétt hjá þér að það skiptir reyndar máli hvort þetta sé KR eða KA, því að ef að KA eða nánast hvaða lið sem er annað en vesturbæjarliðið hefði átt í hlut, þá hefði engum þótt þetta tiltökumál.
Rúnar Geir Þorsteinsson, 26.2.2008 kl. 23:54
Guðmundur Pétursson kom INNÁ í seinni hálfleik og lagði meira að segja upp eitt markana, það er STAÐREYND!
Félagi minn sem er FRAMari var að segja mér í morgun að ég fatti ekki þennan úrskurð vegna þess að FRAMarar lentu í þessu nákvæmlega sama, það er að gleyma að skrá leikmann inná leikskýrslu sem hafði þó leikheimild, þeir fengu sekt og voru dæmdir tap 3-0...
Þess vegna er þessi úrskurður fáranlegur því hann fer á algjörlega á mis við ÖLL fyrri dæmi!
Valsarinn, 27.2.2008 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.