Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Hvernig ætli það sé að "deitana"?
20.1.2008 | 14:48
Maður veit aldrei hverju maður á von á, einn daginn væri hún kannski virkilega almennileg og fín og þann næsta bara kolbrjáluð og rífandi kjaft við allt og alla.
Britney Spears var fyrir nokkrum (frekar mörgum) árum mjög myndarleg og sexý en í dag, nei... Hún er alveg myndarleg kannski, hún er bara alltof sjúskuð svo maður finninst hún vera heit.
Britney talar bresku! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tveggja manna keppni
20.1.2008 | 14:42
Miða við úrslitin í Nevada þá er baráttunni lokið hjá John Edwards og baráttan er á milli Hillary Clinton og Barack Obama.
Sigur Hillary var ekki á neinn hátt afgerandi enda finnst mér 6% munur ekki vera neinn stórkostlegur munur, Hillary með tæp 51% og Obama með 45% atkvæða.
Það verður forvitnilegt að sjá hvernig úrslitin verða í komandi fylkjum enda eru spennandi tímar framundan í röðum Demókrata í Bandaríkjunum, senda þau inn kandidant sem gæti orðið fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna (sem bjó í Hvíta húsinu í 8 ár) eða senda þau inn kanditant sem gæti orðið fyrsti hörundsdökki forseti Bandaríkjanna?
Þetta eru allt spurningar sem munu koma í ljós eftir nokkra mánuði.
Obama með fleiri kjörmenn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oh my God! NEI!
6.1.2008 | 22:11
Drakk Lindsay Lohan kampavín af stút? Ég bara trúi því ekki, þetta er hræðilegt!
Nei í alvörunni, hverju skiptir það máli? Hún féll eftir að hafa lokið áfengismeðferð, það sýnir að hún vill ekkert hætta þessarri yðju, hún verður bara að eiga það við sig.
Er ég einn um það að vera kominn með nett ógeð á þessu djammfréttum af Lindsay Lohan? Ég bara spyr.
Drakk kampavín af stút | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýst vel á Obama
6.1.2008 | 22:08
Obama leiðir í New Hampshire | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og hverju breytir það?
5.1.2008 | 19:45
Ekki neinu, þetta er bikarkeppni, það er ekki eins og Manchester fkn United græði eitthvað á þessu í deildinni.
Sem Villa aðdáandi er ég eiginlega hundfúll að hafa tapað þessum leik, hér áður fyrr gjörsamlega HATAÐI ég Ruud Van Nistelrooy (eins og svo margir aðrir NON-Man utited fans) því hann skoraði ALLTAF gegn Villa, get ekki gleymt bikarleiknum þar sem villa var 2-0 yfir þegar 15 mín var eftir, Ferguson setti Nistelrooy inná, Man Utd jafnaði og sigruðu svo 3-2!
Núna var staðan 0-0 þegar 10 mín voru eftir og allt stefndi í annan leik á Old Trafford en nei, hvað gerist? Rétt eins og í leiknum nokkrum tímabilum fyrr þá skora Man Utd 2 mörg á seinustu 10 mínútum leiksins.
Hvers þarf ég að gjalda fyrir að vera Aston Villa aðdáandi eiginlega og af hverju í andskotanum mætum við ALLTAF Man Utd í FA Cup??
Lítum á seinustu leiki í FA Cup
2008 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 0-2 (Ronaldo, Rooney)
2007 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 1-2 (Larsson, Solskjær)
2006 - 4. umferð gegn Man City 0-0 á Villa Park og svo 2-1 tap í Manchester
2006 - 3. umferð gegn Hull 1-0
2005 - 3. umferð Sheff Utd 1-3
2004 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, hvar annarsstaðar!?) 1-2 (Scholes 2 á 4 mín. eftir að Villa var í 1-0, man eftir þessum leik!)
2003 - 3. umferð gegn Blackburn (Villa Park) 1-4
2002 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, þarftu að giska!?) 2-3 (Villa var í 2-0 þegar 15 mín voru eftir þá skoruðu Man Utd 3 mörk á 5 mín... Solskjær á 77 mín og svo Nistelrooy tvö á 80 og 82 mín og ég gjörsamlega TROMPAÐIST eftir þann leik!)
2001 - 4. umferð gegn Leicester (Villa Park) 1-2
2001 - 3. umferð gegn Newcastle (þurfti 2 leiki þar sem Villa sigraði seinni leikinn 1-0 á Villa park)
2000 - Úrslit gegn Chelsea 0-1 tap
2000 - Undanúrslit gegn Bolton, Villa sigraði 4-1 eftir Vítaspyrnukeppni
2000 - 8 liða úrslit gegn Everton 2-1
2000 - 5. umferð gegn Leeds (Villa Park) 3-2
2000 - 4. umferð gegn Southampton (Villa Park) 1-0
2000 - 3. umferð gegn Darlington (Villa Park) 2-1
Eftir að hafa náð úrslitaleik gegn Chelsea árið 2000 hefur Aston Villa ekki farið lengra en 4. umferð, enda ekki annað hægt þegar Villa er dregið gegn Man Utd 4 sinnum á seinustu 6 árum! Er það tilviljun? Ég EFAST um það! Sérstaklega þar sem þetta er annað árið í röð að það er Aston Villa - Man Utd í 3. umferð!!!
Nú er það bara deildin þar sem stefnan er sett á 5. SÆTIÐ!
Takk fyrir mig
Ronaldo og Rooney tryggðu United sigur á Aston Villa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)