Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Mjög sáttur
15.3.2009 | 00:57
Ég verð að segja að ég er mjög sáttur með þessa útkomu og að Helgi Hjörvar hafi náð 3. sætinu er frábært fyrir hann, sem og flokkinn í heild.
Ef Samfylkingin nær 8 þingmönnum í reykjavík eftir kosningar þá lítur þetta bara mjög vel úten gleymum því ekki að það fer allt eftir úrslitum kosninga hver fer inn og aðilar nr. 9 og 10 gætu komist inn á kostnað manneskju sem endaði í 8. sæti, rétt eins og gerðist í kosningunum seinast þegar Mörðr var 7. í prófkjöri samfylkingar en þau sem voru í 8. og 9. sæti fóru svo inná þing.
Ásta Ragnheiður í 8. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kemur það á óvart?
14.3.2009 | 14:13
Það hefur verið í umræðunni um nokkurt skeið að Frjálslyndi flokkurinn sé gegnspilltur flokkur þar sem Guðjón sé með sitt fólk.
Annað sem ég íhuga í, það voru 100 sem kusu á landsþinginu... Er þetta ekki stærri flokkur en það? Það er búist við mörg þúsund manns á landsfundi sjálfstæðismanna og samfylkingar.
Vona að ég lendi ekki í veseni útaf þessum orðum en ég vona innilega að Frjálslyndi flokkurinn nái ekki manni inná þing í apríl og deyi út í kjölfarið af því.
Guðjón Arnar kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)