Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Veit ekki alveg hvort þessi frétt sé rétt

Kannski er ég að fara með fleypur en ég veit ekki til þess að það sé neinar reglur um það að það lið sem vinni Evrópudeildina sé komið með sæti í keppninni að ári.

Þegar Liverpool unnu meistaradeildina á sínum tíma og enduðu í 5. sæti deildarinnar fengu þeir undanþágu frá reglunum til þess að taka þátt í keppninni árið á eftir.

Þannig að ef Fulham vinnur Evrópudeildina þá held ég að það hafi ekkert með það að gera hvort þeir fái sæti að ári eða ekki - enda er þessi keppni meiri verðlaun fyrir þau lið sem eru að standa sig í sínum eigin deildum, þannig að Fulham fengi Fair play sæti Englendinga hvort eð er.

Væri fínt að fá leiðréttingu og staðfestingu ef ég er að fara með fleypur (og líka hægt að benda á þá staðreynd að þessi frétt er hvergi inná öðrum fréttamiðlun innanlands)


mbl.is Burnley í Evrópudeild UEFA?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband