Bandið hans Bubba - Vonbrigði

Jæja, sit hér einn horfandi á Bandið hans Bubba.

Ég verð að viðurkenna að þessir keppendur hafa ollið mér miklum vonbrigðum þar sem nánast annan hver keppandi á við raddvandamál að stríða en ef þetta er sem koma skal þá verður þetta dauðleiðinlegt og einhver af gellunum 3 sigrar.

Kannski er bara málið að ég er alls ekkert spenntur fyrir þessum þætti, finnst þetta vera alltof mikið ripp off af þáttum eins og X-Faktor og Rockstar og alls ekki frumlegt í neina staði.

En við sjáum til hvernig þetta fer

Eurovision Blogg

Í tilefni þess að Gilli félagi minn komst í úrslit í eurovision þá ætla ég að reyna að tala um öll lögin sem komust áfram í úrslit...
Það verður erfitt, sérstaklega þar sem ég er engan veginn að fýla öll þau lög sem fóru áfram, ásamt því að allavega 2 lög sem ég taldi vera sigurstrangleg duttu út.

Vika 1
Núna veit ég -  Birgitta & Magni

Kannski er ég HARSH en þetta lag er eingöngu í úrslitum vegna þess að Magni & Birgitta Haukdal flytja lagið, ég spyr; Viljm við senda Birgittu aftur út? Svarið mitt er NEI!!!

Gef mér von - Páll Rózinkrans

Fínt lag en á engan vegin heima í þessum úrslitum, klárlega meðal slöppustu lagana í úrslitunum

Vika 2
"In your dreams" - Davíð Olgeirsson

Þetta er fínt lag. Píanóspil og rólegt lag en ég tel að þetta lag sé ekki nógu gott til að fara í Eurovision. En þetta er efni í útvarpsslagara.

Hvað var það sem þú sást í honum - Baggalútur

Þetta lag er bara hrikalega leiðinlegt... shit, hvað er að fólki sem kýs þetta lag áfram? Þetta er eiginlega bara um 20 árum of seint!

Vika 3
Fullkomið líf - Eurobandið

Eitt af 3 sigurstranglegustu lögunum, flott lag og catchy, er samt ekki viss hvort við værum að ganga í rétta átt með því að senda "Eurovision ábreiðuband" út en hver veit? Þetta er flott lag.

Hvar ertu nú - Dr. Spock

Annað lag sem er sigurstanglegt að mínu mati, mun berjast á toppnum við Eurobandið og Mercedes Club, sjáum svo bara til hvað gerist.

Vika 4
Hey hey hey we say ho ho ho - Mercedes Club

Já, ég veit ekki hvað það er en ég fékk netta gæsahúð þegar ég heyrði það í kvöld, það var alls ekki eins flott og frábært og það var í fyrra skiptið en þetta er að mínu mati eitt af sigurstranglegustu lögunum

Don´t wake me up - Ragnheiður Gröndal

Ragnheiður má eiga það að hún er virkilega falleg stelpa og meðal betri söngkvenna landsins.
Það verður að viðurkennast að ég var ekki alveg að kaupa þetta lag þegar ég heyrði það fyrst og þá kom það mér virkilega á óvart að það skildi fara áfram, hvað þá að það hefði slegið út lag Svölu Björgvins í seinasta þætti... Buffið + Ragnheiður Gröndal = SALA!

 


Hvernig ætli það sé að "deitana"?

Maður veit aldrei hverju maður á von á, einn daginn væri hún kannski virkilega almennileg og fín og þann næsta bara kolbrjáluð og rífandi kjaft við allt og alla.

Britney Spears var fyrir nokkrum (frekar mörgum) árum mjög myndarleg og sexý en í dag, nei... Hún er alveg myndarleg kannski, hún er bara alltof sjúskuð svo maður finninst hún vera heit.


mbl.is Britney talar bresku!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja manna keppni

Miða við úrslitin í Nevada þá er baráttunni lokið hjá John Edwards og baráttan er á milli Hillary Clinton og Barack Obama.

Sigur Hillary var ekki á neinn hátt afgerandi enda finnst mér 6% munur ekki vera neinn stórkostlegur munur, Hillary með tæp 51% og Obama með 45% atkvæða.

Það verður forvitnilegt að sjá hvernig úrslitin verða í komandi fylkjum enda eru spennandi tímar framundan í röðum Demókrata í Bandaríkjunum, senda þau inn kandidant sem gæti orðið fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna (sem bjó í Hvíta húsinu í 8 ár) eða senda þau inn kanditant sem gæti orðið fyrsti hörundsdökki forseti Bandaríkjanna?

Þetta eru allt spurningar sem munu koma í ljós eftir nokkra mánuði. 


mbl.is Obama með fleiri kjörmenn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oh my God! NEI!

Drakk Lindsay Lohan kampavín af stút? Ég bara trúi því ekki, þetta er hræðilegt!

Nei í alvörunni, hverju skiptir það máli? Hún féll eftir að hafa lokið áfengismeðferð, það sýnir að hún vill ekkert hætta þessarri yðju, hún verður bara að eiga það við sig.

Er ég einn um það að vera kominn með nett ógeð á þessu djammfréttum af Lindsay Lohan? Ég bara spyr.


mbl.is Drakk kampavín af stút
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýst vel á Obama

Ég verð að segja að mér lýst bara mjög vel á Barack Obama forsetaframbjóðenda Demókrata, hann hefu ákveðinn kjörþokka og gæti hæglega orðið næsti forseti Bandaríkjana.
mbl.is Obama leiðir í New Hampshire
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hverju breytir það?

Ekki neinu, þetta er bikarkeppni, það er ekki eins og Manchester fkn United græði eitthvað á þessu í deildinni.

Sem Villa aðdáandi er ég eiginlega hundfúll að hafa tapað þessum leik, hér áður fyrr gjörsamlega HATAÐI ég Ruud Van Nistelrooy (eins og svo margir aðrir NON-Man utited fans) því hann skoraði ALLTAF gegn Villa, get ekki gleymt bikarleiknum þar sem villa var 2-0 yfir þegar 15 mín var eftir, Ferguson setti Nistelrooy inná, Man Utd jafnaði og sigruðu svo 3-2!

Núna var staðan 0-0 þegar 10 mín voru eftir og allt stefndi í annan leik á Old Trafford en nei, hvað gerist? Rétt eins og í leiknum nokkrum tímabilum fyrr þá skora Man Utd 2 mörg á seinustu 10 mínútum leiksins.

Hvers þarf ég að gjalda fyrir að vera Aston Villa aðdáandi eiginlega og af hverju í andskotanum mætum við ALLTAF Man Utd í FA Cup??

Lítum á seinustu leiki í FA Cup

2008 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 0-2 (Ronaldo, Rooney)
2007 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 1-2 (Larsson, Solskjær)
2006 - 4. umferð gegn Man City 0-0 á Villa Park og svo 2-1 tap í Manchester
2006 - 3. umferð gegn Hull 1-0
2005 - 3. umferð Sheff Utd 1-3
2004 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, hvar annarsstaðar!?) 1-2 (Scholes 2 á 4 mín. eftir að Villa var í 1-0, man eftir þessum leik!)
2003 - 3. umferð gegn Blackburn (Villa Park) 1-4
2002 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, þarftu að giska!?) 2-3 (Villa var í 2-0 þegar 15 mín voru eftir þá skoruðu Man Utd 3 mörk á 5 mín... Solskjær á 77 mín og svo Nistelrooy tvö á 80 og 82 mín og ég gjörsamlega TROMPAÐIST eftir þann leik!)
2001 - 4. umferð gegn Leicester (Villa Park) 1-2
2001 - 3. umferð gegn Newcastle (þurfti 2 leiki þar sem Villa sigraði seinni leikinn 1-0 á Villa park)
2000 - Úrslit gegn Chelsea 0-1 tap
2000 - Undanúrslit gegn Bolton, Villa sigraði 4-1 eftir Vítaspyrnukeppni
2000 - 8 liða úrslit gegn Everton 2-1
2000 - 5. umferð gegn Leeds (Villa Park) 3-2
2000 - 4. umferð gegn Southampton (Villa Park) 1-0
2000 - 3. umferð gegn Darlington (Villa Park) 2-1

Eftir að hafa náð úrslitaleik gegn Chelsea árið 2000 hefur Aston Villa ekki farið lengra en 4. umferð, enda ekki annað hægt þegar Villa er dregið gegn Man Utd 4 sinnum á seinustu 6 árum! Er það tilviljun? Ég EFAST um það! Sérstaklega þar sem þetta er annað árið í röð að það er Aston Villa - Man Utd í 3. umferð!!!

Nú er það bara deildin þar sem stefnan er sett á 5. SÆTIÐ!

Takk fyrir mig


mbl.is Ronaldo og Rooney tryggðu United sigur á Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott val... Þannig séð

Sem Valsari er ég mjög ánægður með að Margrét Lára hafi verið valinn íþróttamaður ársins en ég hef séð nokkra bloggara vera með neikvæðni og hneyglissvip að leiðarljósi útaf þessu vali.

Við verðum að átta okkur á því að það er verið að velja ÍÞRÓTTAmann ársins, það er ekki verið að velja SIGURVEGARA eða VINSÆLASTA íþróttamann ársins.

 Hér eru orð Magnúsar Geirs um þessa tilnefningu
"Mikil lifandis ósköp! Margrét var framúrskarandi sem aldrei fyrr í boltanum í sumar, setti markamet já og var ein aðaldriffjöðurin í landsliðinu. Að auki er ég sjálfur mjög hrifin af henni og mikill stuðningsmaður kvennafótboltans, en afrek Rögnu í ár bæði hérlendis og þá ekki síst erlendis, eru einfaldlega MEIRi, hreinlega ekki hægt að jafna því saman, hún ein af 20 bestu í Evrópu í greininni nú í árslok og númer 53 á heimslistanum! VAnn svo þrefalt á Íslandsmótinu hér heima, tvö alþjóðamót og komst í úrslit allavega á einu til viðbótar, en gat ekki keppt til úrslita vegna meiðsla!Í ofanálag er hún svo inn á topp 19 til að öðlast þátttökurétt á Olympíuleikunum í Kína á næsta ári og fer þangað með sama áframhaldi!"
Ég er alls ekki að setja neitt útá Rögnu sem íþróttamann en má ég benda Magnúsi á að Ragna var í 3ja sæti í kjörinu, það er nokkuð gott og ef hún heldur áfram því flugi sem hún er á verður ekki langt í að hún taki þennan titil.

Næst ætla ég að vitna í og svara Óskari sem er með síðuna 123.blog.is
"Hafið þið horft á kvennaknattspyrnuleik úr efstu deild hér heima ?  Þetta er náttúrulega bara djók og móðgun við íþróttamenn sem leggja hart að sér til að komast í fremstu röð.  Margrét er ekki einu sinni í atvinnumennsku,- reyndir fyrir sér í þýskalandi ef ég man rétt en fékk heimþrá og rifti samningnum!!  Hvenær hefði karlkyns knattspyrnumaður komist upp með annað eins gagnrýnilaust?

Ég þekki Margréti ekki neitt og er ekkert að gera lítið úr henni sem persónu - mér finnst bara að með þessu vali er verið að niðurlægja okkar fræknustu íþróttamenn eins og Eið Smára sem spilar með einu albesta félagsliði veraldar og Jón Arnór sem er orðinn verulega þekktur á Ítalíu fyrir frábæra frammistöðu.  Hver ætli þekki nafn Margrétar Láru í útlöndum ?"
Allt í lagi, það er eitt að gagnrýna valið sjáft en það er alger óþarfi að skíta út kvennaboltann í heild sinni. Íslenska deildin er að verða jafnari, það eru fleiri sterkari lið og liðin í neðri hlutanum eru að ná efri liðunum, jafnvel er talið fullvíst að 2-3 stelpur úr Val fari út í atvinnumennsku fyrir næsta tímabil, er það ekki jákvætt fyrir boltan og íslenska kvennalandsliðið? Ég myndi halda það.
Og það kemur málinu ekkert við hversu "þekktur" þú ert erlendis, heldur hvernig þú stendur þig á vellinum og Margrét hefur sýnt það undanfarið að hún á þessi verðlaun virkilega skilið.

Í lokin ætla ég að vitna í Rúnar Hauk
"Er ekki verið að grínast með þessu vali ?

Hvar var Jón Arnór Stefánsson ? sem svo sannarlega átti þetta skilið, er að spila í sterkustu deild það er meistaradeildini og svo lykilmaður í einni sterkustu deild í heimi ....    nú segi ég eins og stjórnmálamenn ég vil fá greinargerð um þetta val."
Ég veit ekki einu sinni hvort ég nenni að svara þessu rugli hjá honum, nei þetta er ekki grín, með þessum orðum er verið að sýna kvenfyrirlitningu vegna þess að kona fékk þessi verðlaun framyfir karl. Meira rugl hef ég aldrei lesið á minni stuttu ævi.

Annars vil ég óska Margréti Láru, Völsurum og Íslenskri kvennaknattspyrnu til hamingju með þennan titil.


mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hehe, hef séð þetta myndband

Og það er með því betra sem ég hef séð... James May gleypir hákarlinn og drekkur brennivínir og er eiginlega bara hálf skelkaður við að sjá Ramsay æla hákarlinum uppúr sér...

Enda er James May ekta karlmaður;)


mbl.is Gordon Ramsay ælir íslenskum hákarli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER margoft að lenda í svona kjaftæði!

Maður lendir nánast í þessu daglega inná MSN að eitthvað fólk kemur með skítköst, leiðinda eða rtugl athugasemdir og segja svo eftirá hafa verið að djóka.

Lenti nú bara í því í fyrradag að manneskja spurðu mig hvort ég hlusti á eitthvað annað en SiGN og ég sagði auðvitað og eftir að ég hafði nefnd bönd eins og Bon Jovi, Botnleðju, Benny Crespo´s Gang, Cradle of Filth og fleiri bönd þá kom spurningin: "hlustarðu á eitthvað sem er ekki sell-out?" og eftir að hafa nöldrað í þessarri manneskju í smá stund með nokkrum slæmum orðbrögðum þá sagði hún mér að slaka á og að hún hefði bara verið að "skíta út SiGN".
Ég skil vel að smekkur manna er mismunandi, ég skil alveg að aðrir elski sín uppáhaldsbönd á meðan aðrir hata þær en þegar einhver fer að kalla þitt uppáhaldsband "sell-out" þá verður maður bara reyður, ef viðkomandi hljómsveit væri bara sell-out þá myndi hún leggja minni metnað í sína tónlist, minni vinnu í hljóðversvinnu og væri bara að semja tónlist til að græða á henni.

Það má vel vera að SiGN séu bara "sell-out" en þeir eru að eignast fleiri aðdáendur utan úr heimi og það er eitthvað sem fæst ekki keypt.


mbl.is Einelti færist í vöxt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband