Dahm... Rómantík eða Væmni?

Mitt draumastefnumót væri með stelpu sem mér þykir mjög vænt um, ég myndi taka á leigu limmu, sækja stelpuna íklæddur fínasta stússi með rósir í annarri hendi og súkkulaðihjarta í hinni.
Síðan myndi ég fara á einhvern huggulegan stað, alls ekki fínan eins og Argentína eða þannig, bara stað sem er notalegur, snyrtilegur og hljóðlátur þannig að við gætum borðað okkar mat í næði, spjallað og kynnst nánar.

Eftir matinn myndi ég fara með hana á rölt, annaðhvort inní almenningsgarði eða niðrá tjörn til að upplifa sanna fegurð.

Eftir það allt myndi ég biðja limmuna um að koma til að keyra okkur heim og ég myndi skila stelpunni ánægri heim að dyrum.


mbl.is Fyrrum herra Ísland endurheimtir ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plötudómar Helgu Þóreyjar í Morgunblaðinu

Ég er ekki áskrifandi af Morgunblaðinu en ég fylgist vel með íslenskri tónlist og les þá ritdóma um þær hljómsveitir sem vekja áhuga hjá mér.

Mín uppáhalds hljómsveit er án efa hafnfirska bandið SiGN sem var að gefa út sína 4ju plötu nýverið sem ber nafnið "The Hope".
Fyrir stuttu þá birtist ritdómur um hana í morgunblaðinu, dómur sem er skrifaður af fyrrnefndri Helgu Þórey.
Þar byrjar hún að tala um SiGN og hvernig hún minnir á 9. áratuginn með böndum á borð við Guns´Roses og Skid Row og endar á að tala um hvernig SiGN hafa eigin stíl.
Þegar kemur að því að dæma plötuna sem slíka þá finnst mér dómurinn vera mjög rýr en um plötuna segir hún:

"Lögin eru fjölbreytt, bæði grípandi og melankólísk. Textagerðin er tæknilega séð ekkert til að hrópa húrra yfir en ljóðin sjálf eru þó angurvær og full af sögum af mannlegum breyskleika. Helsti galli plötunnar er hve mikið hún minnir á hið liðna. Sign er uppi á kolröngum tíma – þeir hefðu verið sjálfum sér til sóma í Los Angeles árið 1988. Samt sem áður er stíll þeirra svo vel mótaður og heiðarlegur að dæmið gengur upp. Þeir eiga fulla samleið með þeim hljómsveitum sem þeir eru undir áhrifum frá – nú er bara að sjá hvernig þeir þroskast. "

Ég verð eiginlega bara að taka mig til og gagnrýna þessa gagnrýni. Gott og blessað, hún byrjar á að segja að lögin séu fjölbreytt, bæði grípandi og melankólísk.
Það er samt eitt við það sem ég er að spá, ef eitthvað er fjölbreytt, þarf þá ekki að taka fram að hvaða leiti það er fjölbreytt, annað en að það sé grípandi og melankólískt, því það segir þér ekkert um það hvernig lögin sem slík eru fjölbreytt.
Ég á þessa plötu og ég get fúslega viðurkennt að platan er fjölbreytt, grípandi og melankólísk, á þann hátt að það finna allir eitthvað við sitt hæfi þarna, þú finnur rólegt lag, rokk, létt rokk og þungt rokk á þessarri plötu.

Síðan talar hún um að textarnir séu tæknilega séð ekkert til að hrópa húrra fyrir en ljóðin sjálf séu þó angurvær og full af tilfinningaríkum og mannlegum sögum.
Ég sem sjálfur ljóð og verð hér að mótmæla viðkomandi gagnrýnanda. Textar hafa í sjálfu sér enga "tæknilega reglur", það eru engar reglur um það hvernig eigi að semja góðan lagatexta þótt það teljist oft jákvætt að hafa þá rímaða og þá helst með auðveldum rímum svo það sé auðveldara að ná þeim. Þar sem SiGN semja á ensku þá er ekki hægt að dæma að viðkomandi textar séu ekki "tæknilega hvorki full né fiskur" en ljóðin sem slík séu góð vegna þess að texti er ekkert annað en ljóð, ljóð sem er sungið. Ljóðtexti gerir oft mjög mikið fyrir lagið sem það er samið fyrir, því án textans væri lagið hálf vænglaust.

Svo segir hún að það teljist sem galli á plötunni hvað hún minni á það sem er liðið.
Ég ætla aðeins að spóla til baka og vitna í það sem Helga segir í byrjun dómsins:

"PLATA hljómsveitarinnar Sign, The Hope, tekur á móti hlustanda með hávaða og látum. Tónlistin þeirra minnir á glysrokk níunda áratugarins – góðu gerðina."

Þess vegna finnst mér það með öllu óskiljanlegt hvernig það getur verið galli að hún minni á hið liðna ef það minnir á góðu gerðina af glysrokki 9. áratugarins. Mjög spes dómur.

Hún gefur plötunni 3 stjörnur en ég veit ekkert fyrir hvað enda er ekkert gefið fram hvað má bæta eða hvað sé gott á henni, allt í svo lausu lofti.

En svo ég haldi áfram með hana Helgu þá skrifaði hún einnig ritdóm um plötu sönghópsins Luxor.

"En því miður finnst mér skorta alla virðingu fyrir viðfangsefninu og þá sérstaklega þeim íslensku listamönnum sem sömdu eða fluttu lögin upphaflega. Hvert tökulagið rekur það næsta og þegar hæstu hæðum yfirgengilegrar væmni hefur verið náð, fer Luxor enn hærra og slátrar slögurum á borð við „Over the Rainbow“ eins og að drekka vatn.
Það má segja að ákveðnu hámarki sé náð þegar „Lítill drengur“ þeirra Vilhjálms Vilhjálmssonar og Magnúsar Kjartanssonar er rúið þeim ógleymanlega sjarma hefur fylgt laginu um árabil."
1 stjarna

Segir þetta mér sem lesanda eitthvað um gæði plöturnar? Segir þetta mér eitthvað um það hvernig lögunum er slátrað? Nefnilega ekki, þessi ritdómur myndi ekki hjálpa mér neitt sem neytenda og myndi ekki nýtast mér sem meðmæli í jólagjafainnkaupunum vegna þess að það vantar allt sem er kallað "að rýna til gagns", segja hvað mætti fara betur.

Síðan finnst mér fyndið að hugsa til þess að eftir þessa slátrun þá fær platan þó 1 stjörnu á meðan ég hefði sjálfsagt gefið 0 miða við gagnrýnina.

Ég er alls ekki að gefa í skyn að ég sé eitthvað betri gagnrýnir, langt í frá, ég er bara að benda á að oft er betra að vera opinn og hreinskilinn og segja bara beint út hvað sé að plötunni í stað þess að tala í kringum orðin vegna þess að það eina sem gæti hugsanlega gerst er að einhverjum myndi sárna en samt er það jákvætt því þá lærir viðkomandi aðili af þeirri reynslu.


Stríð gegn Smáís?

Meina, nú eru komnar 3 nýjar torrentsíður, það er bara staðreynd.

Ég held að aðalvandamáli sé að Smáís fóru kolrangt að þessum málum, í stað þess að ræða við viðkomandi aðila til að reyna að ná sátt þá kröfðust þeir lögbanns og höfðuðu mál gegn viðkomandi heimasíðum.

Af hverju var ekki hægt að setjast niður í rólegheitum og samið um sameiginlega sátt um þessi mál.

Þetta er bara orðið alltof mikið rugl og ég held að það séu afar fáir sem skilja þetta mál til fulls. 


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komast Englendingar á HM?

Það er stóra spurningin því þeir lenda í því að mæta Króötum aftur í undankeppni fyrir stórmót.

Ég tel þó að möguleikar Englendinga fari allt aftir því hvern þeir ráða sem landsliðsþjálfara.

En samt sem áður ættu Króatar og Englendingar að fara uppúr þessum riðli, sama hvernig fer.


mbl.is England aftur í riðli með Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spaugilegar hliðar fótboltans

Spáið í því þegar 1 heill stafur fer á mis þá breytist meiningin úr " Þú veist mín elskaða hve við elskum fjöllin þín" í "Elskan mín, limur minn er fjall!" bara vegna þess að það er sungið kura í stað kuda.

Frekar fyndið samt sem áður


mbl.is Framburðarklúður hjálpaði Króötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála!

England þarf að ráða þjálfara sem getur náð árangri og Fabio Capello er sá þjálfari.

Capello hefur náð árangri á öllum þeim stöðum þar sem hann hefur þjálfað, náði meistaratitlinum með Real Madrid á seinasta tímabili en var látinn fara vegna þess að stjórn Real Madrid fannst hann ekki vera að spila skemmtilegan bolta.

Hann notast kannski ekki við skemmtilegan fótbolta en hans aktík er árangursrík enda er hann Ítalskur.


mbl.is Hoddle vill að Capello taki við enska landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flottur HM-dráttur

Mæta Hollendingum, Skotum, Noregi og Makedónum.

Er þá ekki raunhæft markmið að stefna á 3ja sæti í þessum riðli? Hafa það sem markmiðið og sjá hvað gerist?

þetta er samt sem áður nokkuð erfiður riðill þar sem við höfum 2 lönd; Skotland og Noregur sem rétt misstu af EM sæti í undankeppni EM.

Ég er allavega mjög sáttur


mbl.is Ísland með Hollandi og Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jahá...

Veit ekki... Bara vonandi að það verði ráðinn besti kosturinn ekki versti eins og seinast!
mbl.is Avram Grant: Redknapp eða Mourinho
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Dóra

Að fara yfir í FRAM og fylgja Þorvaldi.

Maður skilur alveg hans sjónarmið þar sem hann er í námi í bænum og þetta er bara ákveðinn áskorun, bara vona að félagi minn standist álagið en ég er viss um að hann geri það;)


mbl.is Halldór til liðs við Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, sumir lifa sig meira inní hlutina

Þetta minnir nú bara á þegar maður er að horfa á myndir með mömmu, hún á það til að lifa sig inní myndirnar en á það líka til að spyrja endalaust útí myndina, jafnvel þótt maður hafi sjáfur séð jafn mikið af myndinni og hún og veit ekkert meira um hana.

 Já, sumir eru bara furðulegri en aðrir en það er bara gaman að svona


mbl.is Hjálparkall vegna hryllingsmyndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband