Færsluflokkur: Enski boltinn
Með því hrottalegasta sem ég hef séð!
23.2.2008 | 23:55
Segi nú ekki annað, þetta er fáranlegt brot, illa tímasett og stórhættulegt...
Skildist að Mathew Taylor taki þetta mikið inná sig en hverju breytir það í dag? Hann gæti hafað eyðilaggt feril Da Silva og ætti því sjálfur einnig að HÆTTA!
Eduardo fótbrotnaði - Birmingham jafnaði í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Og hverju breytir það?
5.1.2008 | 19:45
Ekki neinu, þetta er bikarkeppni, það er ekki eins og Manchester fkn United græði eitthvað á þessu í deildinni.
Sem Villa aðdáandi er ég eiginlega hundfúll að hafa tapað þessum leik, hér áður fyrr gjörsamlega HATAÐI ég Ruud Van Nistelrooy (eins og svo margir aðrir NON-Man utited fans) því hann skoraði ALLTAF gegn Villa, get ekki gleymt bikarleiknum þar sem villa var 2-0 yfir þegar 15 mín var eftir, Ferguson setti Nistelrooy inná, Man Utd jafnaði og sigruðu svo 3-2!
Núna var staðan 0-0 þegar 10 mín voru eftir og allt stefndi í annan leik á Old Trafford en nei, hvað gerist? Rétt eins og í leiknum nokkrum tímabilum fyrr þá skora Man Utd 2 mörg á seinustu 10 mínútum leiksins.
Hvers þarf ég að gjalda fyrir að vera Aston Villa aðdáandi eiginlega og af hverju í andskotanum mætum við ALLTAF Man Utd í FA Cup??
Lítum á seinustu leiki í FA Cup
2008 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 0-2 (Ronaldo, Rooney)
2007 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park) 1-2 (Larsson, Solskjær)
2006 - 4. umferð gegn Man City 0-0 á Villa Park og svo 2-1 tap í Manchester
2006 - 3. umferð gegn Hull 1-0
2005 - 3. umferð Sheff Utd 1-3
2004 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, hvar annarsstaðar!?) 1-2 (Scholes 2 á 4 mín. eftir að Villa var í 1-0, man eftir þessum leik!)
2003 - 3. umferð gegn Blackburn (Villa Park) 1-4
2002 - 3. umferð gegn Man Utd (Villa Park, þarftu að giska!?) 2-3 (Villa var í 2-0 þegar 15 mín voru eftir þá skoruðu Man Utd 3 mörk á 5 mín... Solskjær á 77 mín og svo Nistelrooy tvö á 80 og 82 mín og ég gjörsamlega TROMPAÐIST eftir þann leik!)
2001 - 4. umferð gegn Leicester (Villa Park) 1-2
2001 - 3. umferð gegn Newcastle (þurfti 2 leiki þar sem Villa sigraði seinni leikinn 1-0 á Villa park)
2000 - Úrslit gegn Chelsea 0-1 tap
2000 - Undanúrslit gegn Bolton, Villa sigraði 4-1 eftir Vítaspyrnukeppni
2000 - 8 liða úrslit gegn Everton 2-1
2000 - 5. umferð gegn Leeds (Villa Park) 3-2
2000 - 4. umferð gegn Southampton (Villa Park) 1-0
2000 - 3. umferð gegn Darlington (Villa Park) 2-1
Eftir að hafa náð úrslitaleik gegn Chelsea árið 2000 hefur Aston Villa ekki farið lengra en 4. umferð, enda ekki annað hægt þegar Villa er dregið gegn Man Utd 4 sinnum á seinustu 6 árum! Er það tilviljun? Ég EFAST um það! Sérstaklega þar sem þetta er annað árið í röð að það er Aston Villa - Man Utd í 3. umferð!!!
Nú er það bara deildin þar sem stefnan er sett á 5. SÆTIÐ!
Takk fyrir mig
Ronaldo og Rooney tryggðu United sigur á Aston Villa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komast Englendingar á HM?
25.11.2007 | 19:06
Það er stóra spurningin því þeir lenda í því að mæta Króötum aftur í undankeppni fyrir stórmót.
Ég tel þó að möguleikar Englendinga fari allt aftir því hvern þeir ráða sem landsliðsþjálfara.
En samt sem áður ættu Króatar og Englendingar að fara uppúr þessum riðli, sama hvernig fer.
England aftur í riðli með Króatíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sammála!
25.11.2007 | 16:53
England þarf að ráða þjálfara sem getur náð árangri og Fabio Capello er sá þjálfari.
Capello hefur náð árangri á öllum þeim stöðum þar sem hann hefur þjálfað, náði meistaratitlinum með Real Madrid á seinasta tímabili en var látinn fara vegna þess að stjórn Real Madrid fannst hann ekki vera að spila skemmtilegan bolta.
Hann notast kannski ekki við skemmtilegan fótbolta en hans aktík er árangursrík enda er hann Ítalskur.
Hoddle vill að Capello taki við enska landsliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jahá...
23.11.2007 | 21:13
Avram Grant: Redknapp eða Mourinho | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neyðarfundur í Fyrramálið!
21.11.2007 | 23:53
Já, það verður fundur hjá Enska knattspyrnusambandinu um hálf 9 í fyrramálið þar sem ræddir verða hvaða möguleikar eru í boði.
Flestir á Englandi búast við því að Steve McLaren verði sagt upp eftir þann fund og leit að nýjum þjálfara hefst.
Það sem England verður ekki að spila á EM á næsta ári þá liggur ekkert á að ráða þjálfara en draumaþjálfarinn hjá mér er José Mourinho.
McClaren: Ég segi ekki af mér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spáið í þessu...
21.11.2007 | 22:11
Englendingum nægði jafntefli til að tryggja sig áfram og hvað gerist? Þeir tapa.
Er ekki kominn tími til að McLaren taki pokann? Hversu fljótt mun það gerast?
Vonandi strax á morgun!
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enskir Markmenn?
21.11.2007 | 20:29
Er einhver bölvun á enskum markvörðum? Það er sama hver er settur í markið, þeir gera allir afdrífarík mistök á einhverjum tímapunkti....
Þessi staða hefur verið vesen eftir að David Seaman ákvað að hætta með landsliðinu
England tapaði og Rússar náðu síðasta EM-sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vonandi ekki.
20.11.2007 | 20:11
Tala nú ekki um ef Martin Laursen myndi líka fara!
Mellberg á leiðinni til AC Milan? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitthvað gruggugt í gangi hjá Luton Town?
15.11.2007 | 20:20
Ég þekki nú 2 sem styðja Luton Town á Íslandi og annar þeirra er enginn annar en Stefán Pálsson, ofurbloggari, herandstæðingur og fyrrverandi Gettu Betur dómari.
En þessi kæra kemur í sjálfu sér engum á óvart og það munu sjálfsagt koma inn fleiri "gruggug" mál fram í sviðsljósið í framtíðinni enda hafa verið mörg "einkennileg kaup" seinustu ár.
Luton Town ákært fyrir ríflega 50 atriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |