Færsluflokkur: Enski boltinn
Barry út?
15.11.2007 | 20:15
Ég ætla svo rétt að vona að þetta sé bara fyrir þennan "æfingarleik" því Barry er búinn að vera einn besti leikmaður Englands í seinustu leikjum síðan er hann tekinn út fyrir "stjörnuleikmanninn" Frank Lampard.
Ég bara held að Gerrard og Lampard séu of líkir leikmenn til þess að ná saman á miðjunni en ég meina, til hvers að breyta einhverju sem virkar?
Þannig að ég vona að Barry komi aftur inní liðið gegn Króatíu á Miðvikudag því annars er McClaren ****
Beckham í byrjunarliðinu gegn Austurríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fínt fyrir Aston Villa, Scott Carson og Enska Landsliðið
15.11.2007 | 18:53
Þetta er jákvæð frétt fyrir alla, Liverpool fær pening fyrir ungan og efnilegan markvörð, Aston Villa fá ungan, sterkar og metnaðafullan markvörð sem mun þá spila reglulega sem verður þá mjög jákvætt fyrir enska landsliðið þar sem margir telja að Carson verði Markvörður númer eitt hjá Enska landsliðinu innan tíðar.
Benítez reiðubúinn að selja Carson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimskulegt?
14.11.2007 | 22:58
Ég meina, til hvers að hafna þegar framtíð hans hjá Birmingham liggur í lausu lofti?
Finnst þetta frekar asnalegt, jafnvel þótt Wigan spili í sömu deild
Birmingham hafnaði ósk Wigan um viðræður við Bruce | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besta lið í heimi, já...
14.11.2007 | 12:28
Eru ekki nokkur sterk lið í löndum eins og Argentínu og Brasilíu? Hvað þá lið frá Spáni, Ítalíu eða Þýskalandi?
Arsenal er meðal sterkustu liða Evrópu en besta lið í heimi? Ég veit nú ekki alveg með það.
,,Arsenal besta liðið í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég held...
13.11.2007 | 00:26
Því miður að England muni bíða í lægri hlut fyrir Króötum. Það er bara alltof margir leikmenn enska liðsins frá vegna banns eða meiðsla, síðan í þokkabót hefur enska landsliðið ekki verið að spila afgerandi knattspyrnu í mörgum leikjum...
Ég bara vona að minn maður, Gareth Barry, verði áfram í byrjunarliði Englendinga
Cole getur spilað með Englandi gegn Króatíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég er sáttur, ég er sáttur ohh yeah, ég er sáttur!!!
11.11.2007 | 15:31
Það er líka spurning hvort Liam Rigdewell nái miklum svefni í nótt eftir þetta klaufalega sjálfsmark gegn sínum fyrrverandi liðsfélögum.
En ég var mjög sáttur með að losna við hann frá Aston Villa þar sem ég fýlaði hann aldrei. hann var nærri alla tíð á hatelist hjá mér sem Villa leikmaður.
ÁFRAM Aston Villa, þeir fljúga alla leið...
Aston Villa vann borgarslaginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Rooney frá enn og aftur
9.11.2007 | 15:48
Þessi gæji er að verða næsti Owen á nánast öllum sviðum, fer örugglega að enda að hann spili fleiri Landsleiki en deildarleiki alveg eins og Owen.
Manni er bara farið að líða eins og flestir "lykilmenn" manchester United séu nánast alltaf frá, allavega Hargreves og svo Rooney...
Rooney frá keppni næstu fjórar vikurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gott fyrir Jóhannes Karl
9.11.2007 | 00:18
Cotterill hættur sem knattspyrnustjóri Burnley | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enskir stuðningsmenn enskra liða
2.11.2007 | 00:26
Mér finnst alveg hreint ótrúlegt hvað margir af enskum stuðningsmönnum eru virkilega, hvað getur maður sagt, þröngsýnir.
Ég hef mjög oft lent í því þegar maður er nýbyrjaður að tala við einhvern enskan Aston Villa aðdáenda að það er spurt mann hvaðan maður sér og þegar maður segist vera frá Íslandi þá er oftast spurt: "Hvernig geturðu þá verðið Aston Villa Aðdáandi?" eða "Ég hef þó ársmiða á völlinn".
Var nú að tala við einn áðan og það endaði bara með því að ég sagði:"Ert þú semsé meiri aðdáandi en ég vegna þess að þú ert með einhvern ársmiða? Ég get þó séð nánast ALLA Aston Villa leiki í Sjónvarpin hjá mér!"
Þessi manneskja kom þá með eitthvað að hún myndi berja typpinu á mér í andlitið á mér (penis in my face) og lét einhvern annan hafa msnið mitt sem kom og sagðist "Hata íslenska aðdáendur því þeir væru helfvítis hálfvitar að þykjast geta stutt eitthvað félag á Englandi."
Því miður virðist þessir hugsunarháttur hjá Enskum stuðningsmönnum vera ansi algengur, af því að við erum frá eyju lengst útí rassgati þá gætum við ekki kallað okkur aðdáendur...
Ég tel mig þó vera meiri aðdáendi en margir þarna úti!
"Margt sem þarf að bæta"
1.11.2007 | 14:37
Juande Ramos: Margt sem þarf að bæta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |