Plötudómar Helgu Þóreyjar í Morgunblaðinu
4.12.2007 | 00:27
Ég er ekki áskrifandi af Morgunblaðinu en ég fylgist vel með íslenskri tónlist og les þá ritdóma um þær hljómsveitir sem vekja áhuga hjá mér.
Mín uppáhalds hljómsveit er án efa hafnfirska bandið SiGN sem var að gefa út sína 4ju plötu nýverið sem ber nafnið "The Hope".
Fyrir stuttu þá birtist ritdómur um hana í morgunblaðinu, dómur sem er skrifaður af fyrrnefndri Helgu Þórey.
Þar byrjar hún að tala um SiGN og hvernig hún minnir á 9. áratuginn með böndum á borð við Guns´Roses og Skid Row og endar á að tala um hvernig SiGN hafa eigin stíl.
Þegar kemur að því að dæma plötuna sem slíka þá finnst mér dómurinn vera mjög rýr en um plötuna segir hún:
"Lögin eru fjölbreytt, bæði grípandi og melankólísk. Textagerðin er tæknilega séð ekkert til að hrópa húrra yfir en ljóðin sjálf eru þó angurvær og full af sögum af mannlegum breyskleika. Helsti galli plötunnar er hve mikið hún minnir á hið liðna. Sign er uppi á kolröngum tíma þeir hefðu verið sjálfum sér til sóma í Los Angeles árið 1988. Samt sem áður er stíll þeirra svo vel mótaður og heiðarlegur að dæmið gengur upp. Þeir eiga fulla samleið með þeim hljómsveitum sem þeir eru undir áhrifum frá nú er bara að sjá hvernig þeir þroskast. "
Ég verð eiginlega bara að taka mig til og gagnrýna þessa gagnrýni. Gott og blessað, hún byrjar á að segja að lögin séu fjölbreytt, bæði grípandi og melankólísk.
Það er samt eitt við það sem ég er að spá, ef eitthvað er fjölbreytt, þarf þá ekki að taka fram að hvaða leiti það er fjölbreytt, annað en að það sé grípandi og melankólískt, því það segir þér ekkert um það hvernig lögin sem slík eru fjölbreytt.
Ég á þessa plötu og ég get fúslega viðurkennt að platan er fjölbreytt, grípandi og melankólísk, á þann hátt að það finna allir eitthvað við sitt hæfi þarna, þú finnur rólegt lag, rokk, létt rokk og þungt rokk á þessarri plötu.
Síðan talar hún um að textarnir séu tæknilega séð ekkert til að hrópa húrra fyrir en ljóðin sjálf séu þó angurvær og full af tilfinningaríkum og mannlegum sögum.
Ég sem sjálfur ljóð og verð hér að mótmæla viðkomandi gagnrýnanda. Textar hafa í sjálfu sér enga "tæknilega reglur", það eru engar reglur um það hvernig eigi að semja góðan lagatexta þótt það teljist oft jákvætt að hafa þá rímaða og þá helst með auðveldum rímum svo það sé auðveldara að ná þeim. Þar sem SiGN semja á ensku þá er ekki hægt að dæma að viðkomandi textar séu ekki "tæknilega hvorki full né fiskur" en ljóðin sem slík séu góð vegna þess að texti er ekkert annað en ljóð, ljóð sem er sungið. Ljóðtexti gerir oft mjög mikið fyrir lagið sem það er samið fyrir, því án textans væri lagið hálf vænglaust.
Svo segir hún að það teljist sem galli á plötunni hvað hún minni á það sem er liðið.
Ég ætla aðeins að spóla til baka og vitna í það sem Helga segir í byrjun dómsins:
"PLATA hljómsveitarinnar Sign, The Hope, tekur á móti hlustanda með hávaða og látum. Tónlistin þeirra minnir á glysrokk níunda áratugarins góðu gerðina."
Þess vegna finnst mér það með öllu óskiljanlegt hvernig það getur verið galli að hún minni á hið liðna ef það minnir á góðu gerðina af glysrokki 9. áratugarins. Mjög spes dómur.
Hún gefur plötunni 3 stjörnur en ég veit ekkert fyrir hvað enda er ekkert gefið fram hvað má bæta eða hvað sé gott á henni, allt í svo lausu lofti.
En svo ég haldi áfram með hana Helgu þá skrifaði hún einnig ritdóm um plötu sönghópsins Luxor.
"En því miður finnst mér skorta alla virðingu fyrir viðfangsefninu og þá sérstaklega þeim íslensku listamönnum sem sömdu eða fluttu lögin upphaflega. Hvert tökulagið rekur það næsta og þegar hæstu hæðum yfirgengilegrar væmni hefur verið náð, fer Luxor enn hærra og slátrar slögurum á borð við Over the Rainbow eins og að drekka vatn.
Það má segja að ákveðnu hámarki sé náð þegar Lítill drengur þeirra Vilhjálms Vilhjálmssonar og Magnúsar Kjartanssonar er rúið þeim ógleymanlega sjarma hefur fylgt laginu um árabil."
1 stjarna
Segir þetta mér sem lesanda eitthvað um gæði plöturnar? Segir þetta mér eitthvað um það hvernig lögunum er slátrað? Nefnilega ekki, þessi ritdómur myndi ekki hjálpa mér neitt sem neytenda og myndi ekki nýtast mér sem meðmæli í jólagjafainnkaupunum vegna þess að það vantar allt sem er kallað "að rýna til gagns", segja hvað mætti fara betur.
Síðan finnst mér fyndið að hugsa til þess að eftir þessa slátrun þá fær platan þó 1 stjörnu á meðan ég hefði sjálfsagt gefið 0 miða við gagnrýnina.
Ég er alls ekki að gefa í skyn að ég sé eitthvað betri gagnrýnir, langt í frá, ég er bara að benda á að oft er betra að vera opinn og hreinskilinn og segja bara beint út hvað sé að plötunni í stað þess að tala í kringum orðin vegna þess að það eina sem gæti hugsanlega gerst er að einhverjum myndi sárna en samt er það jákvætt því þá lærir viðkomandi aðili af þeirri reynslu.
Athugasemdir
he he he þetta eru samt nákvæmari dómar en platan mín fékk frá slöppum hljómborðsleikara í mbl á dögunum ........þar var ekkert af viti
Einar Bragi Bragason., 4.12.2007 kl. 00:32
Nákvæmlega, segir ekki neitt, vantar öll rök, þessir dómar eru farnir að verða meira eins og "af því bara" dómar
Valsarinn, 4.12.2007 kl. 00:35
Já þetta fólk nennir þessu ekki er jafnvel að reyna dæma tónlist sem þeir hafa ekki gaman af og á sama tíma að reyna fjalla vitrænt um hluti sem það skilur ekki......
Einar Bragi Bragason., 4.12.2007 kl. 00:52
skora á þig að googla þá dóma þá séru hvað ég meina eitthvað af lögunum eru á síðunni minni.......Þar er ekkert akkurat ekkert fjallað um ljóðin á diski sem er allur með ljóðum Hákonar Aðalsteins.....Albúm ekkert ....um lögin lítið sem ekkert þar sem að visst sánd fer í taugarnar á þeim sem skrifaði....segir það ekki notað árið 2007.....er samt á annari hverri plötu(sömpluð strengja sánd)...tekur ekk ieftir því að það eru nokkur lög algjörlega acustic......eitt lag er í raun spilað af sax quartet og alt flautu,klarinetti og þeverflautu.....ég get ekki annað en verið sannfærður um að maðurinn sé v.
Einar Bragi Bragason., 4.12.2007 kl. 00:58
Ég hef sjálfur verið að gagnrýna lög af rokk.is, ég reyni að vera hreinskilinn og finna allt sem hægt að að fjalla um sem jákvætt.
Ég er sammála þér að það er ekkert fjallað um ljóðin og það er einfaldlega kjánalegt, einfaldlega vegna þess að þessi diskur er samstarfsverkefni á milli þín og Hákons, þetta er eins og fara að fjalla um þennan disk sem ljóðabók og bara dæmt ljóðin en ekki tónlistina sem þú hefur samið við þau...
Valsarinn, 4.12.2007 kl. 14:01
Vandinn við þessa gagnrýnendur er að þeir eru of uppteknir við að vera "witty" eða hnittnir í skrifum sínum. Og ég skil ekki alveg með meininguna að visst sánd sé ekki notað 2007. Geta sánd verið komin á síðasta neyslydag eða? Renna þau út? Þarf ég að brjóta Mugison plötuna þar sem hún hljómar eldri en 2007? Held að sumir ættu bara að gagnrýna Pottþétt 45 eða eitthvað svo fersku sándin séu ekki komin á síðasta söludag.
El Gringo (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 20:04
Takk fyrir þessi skrif, þau eru tímabær.
Guðni Már Henningsson, 6.12.2007 kl. 10:13
Svo er líka oftar en ekki gefið íslenskum plötum einkunina 5 sem er hæsta einkun sem hægt er að gefa... er þá verið að segja að það sé EKKI hægt að gera betri plötu og hún sé FULLKOMIN í alla staði ? Er plata sprengjhallarinnar gjörsamlega fullkomin ?
Haraldur (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 10:50
Ég held líka að það sé algengt að gagnrýnendur hlusti á ákveðna plötu og skrifi svo dóm varðandi það og viti svo ekkert hvað þeir eigi að gefa disknum í einkunn...
Ef ég væri að dæma disk þá myndi ég dæma:
Söng
Undirspil
Lagasmíðar
Textasmíðar
útsetningar
og gefa því öllu einkunn og svo myndi aðaleinkunnin verða meðaltalið af þeirri summu sem kemur útúr því...
En ég hef hlustað á diskinn með Sprengihöllinni og hann er gjörsamlega ekki fullkominn enda eru fáir diskar fullkomnir.
Ef gagnrýnendur fara alltaf að gefa Íslenskum plötum fullt hús þá fara þeir að missa trúverðuleikann.
Nokkrir dómar úr morgunblaðinu:
Mr. Silla & Mongoose – Foxbite - 5 stjörnur
Páll Óskar – Allt fyrir ástina - 5 Stjörnur
Mugison – Mugiboogie - 5 Stjörnur
Jakobínarína – The First Crusade - 5 Stjörnur
Sprengjuhöllin – Tímarnir okkar - 5 Stjörnur
I Adapt – Chainlike Burden - 5 Stjörnur
Ljótu hálfvitarnir - 5 Stjörnur
Megas – Frágangur - 5 Stjörnur
Þarf ég að segja meira? Blogga kannski næst um þær plötur sem ery að fá slaka dóma og þær sem eru að fá "fullt hús" frá mogganum....
Valsarinn, 6.12.2007 kl. 14:01
Vantar nokkuð uppá lesskilninginn? Ég sé ekki betur en þarna standi melankólísk, ekki melódísk.
Erla (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:23
Það er alger óþarfi að vera með dónaskap og skítköst erla mín...
Valsarinn, 7.12.2007 kl. 21:01
Sömuleiðis óþarfi að vera condescending skíthaus. Annaðhvort var þá óþarfi af minni hálfu að benda á þessa augljósu mistúlkun, sem þó liggur til grundvallar heilli færslu (vááá) eða... eða hvað? ég veit ekki, enda bara fávís kona. Valsari minn.
Erla Elíasdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 02:55
Ég er búinn að laga þetta enda komst ég að því að melankólískt og melódískt hefur ekki sömu merkingu eftir að ég fór að grenslast um þetta orð þar sem þessi meining er líka notuð um persónur og bækur, þannig að ég lagaði færsluna og lét "melankólísk" standa...
Samt fyndið að ég var að lesa ritdóm um The hope á rjómanum þar sem hún fékk mun ýtarlegri umfjöllun þar sem nánast hvert einasta lag fékk sinn dóm.
Þar fengu líka textanir frábæra dóma á meðan sú hjá mogganum gaf texunum ekki góða dóma...
Valsarinn, 8.12.2007 kl. 11:08
Þegar ég horfi á þennan lista og hugsa um stjörnurnar mínar tvær.....þá verð ég að viðurkenna að ég verð brjálaður......bara að því að maður lenti í því að vitgrannur slappur hljóðfæraeigandi dæmdi mína......sem er mikill vinur sprengjuhallarinnar....þarf að segja meira um vinadílana þarna
Einar Bragi Bragason., 10.12.2007 kl. 12:41
Atli Bollason sem Dæmdi þína plötu er víst Í Sprengihöllinni
Valsarinn, 10.12.2007 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.