ER margoft að lenda í svona kjaftæði!

Maður lendir nánast í þessu daglega inná MSN að eitthvað fólk kemur með skítköst, leiðinda eða rtugl athugasemdir og segja svo eftirá hafa verið að djóka.

Lenti nú bara í því í fyrradag að manneskja spurðu mig hvort ég hlusti á eitthvað annað en SiGN og ég sagði auðvitað og eftir að ég hafði nefnd bönd eins og Bon Jovi, Botnleðju, Benny Crespo´s Gang, Cradle of Filth og fleiri bönd þá kom spurningin: "hlustarðu á eitthvað sem er ekki sell-out?" og eftir að hafa nöldrað í þessarri manneskju í smá stund með nokkrum slæmum orðbrögðum þá sagði hún mér að slaka á og að hún hefði bara verið að "skíta út SiGN".
Ég skil vel að smekkur manna er mismunandi, ég skil alveg að aðrir elski sín uppáhaldsbönd á meðan aðrir hata þær en þegar einhver fer að kalla þitt uppáhaldsband "sell-out" þá verður maður bara reyður, ef viðkomandi hljómsveit væri bara sell-out þá myndi hún leggja minni metnað í sína tónlist, minni vinnu í hljóðversvinnu og væri bara að semja tónlist til að græða á henni.

Það má vel vera að SiGN séu bara "sell-out" en þeir eru að eignast fleiri aðdáendur utan úr heimi og það er eitthvað sem fæst ekki keypt.


mbl.is Einelti færist í vöxt á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband