Áfram Valur;)

Ég fór á þennan leik í Kórnum nú í kvöld og ég verð satt best að segja að tilfinningin var síður en svo góð til að byrja með vegna þess að brunakerfi var í gangi og var að vara við eldi sem var svo ekki í húsinu, þetta þurfti maður að hlusta á í 15-20 mínútur, frekar glatað stöff það.

En til að snúa sér að leiknum þá byrjuðu FHingar að krafti, ég var orðinn nett tensaður á tímabili vegna þess að FHingar voru bara mun beittari fram á við og náðu að skora fyrsta markið eftir aðeins 4 mínútur og allir stuðningsmenn FHingar stóðu upp og fögnuðu dátt (vil taka það fram að ég sat víst FHinga megin og gat því lítið fagnað þegar Valsmenn skoruðu mörkin).

 En Pálmi Rafn reddaði þessu fyrir Valsmenn með því að skora 2 flott mörk og þar af var fyrra stórglæsilegt langskot sem kom bara uppúr engu.

Mér fannst eiginlega hálf fyndið að hlusta á suma af þessum "FH krökkum" vegna þess að það var bara brandari að hlusta á sumt sem þau voru að kalla (já ég viðurkenni, versti hópurinn voru 10-12 ára krakkar), orð eins og: "gleymirðu gleraugunum heima?", "Þetta er rautt!" (var kallað ansi oft), "gleymdirðu spjaldinu?", "þú átt að dæma á BÆÐI LIÐ!!" og fleira sem ég man ekki;)

En allavega 2 dollur komnar á 4 dögum, nú er bara að taka stóru dolluna aftur í haust.

Góða skemmtun í sumar og áfram VALUR!


mbl.is Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei.   á  áfram  ÍA.

 bæ  

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband