Valsarinn er EKKI sáttur!

Jújú, flott mál að ná að sigra þennan leik og maður er alveg úber sáttur með það en spilamennska Valsmanna í þessum leik var gjörsamleg HÖRMUNG!

Það vantaði alla hreyfingu á leikmenn, þeir voru alltaf að dúndra boltanum hátt uppí loftið og hleyptu Fjölni alltof mikið inní leikinn.
Ef Valur hefði verið að spila gegn FH þá hefðu þeir verið KAFFÆRÐIR af FHingum með svona spilamennsku, því hún var einfaldlega bara FÁRANLEGA léleg!

Einnig vil ég setja spurningamerki við dómgæsluna hjá Einari Erni, því hún var einfaldlega MJÖG slöpp.
Dæmi: Þegar Fjölnir jafna leikinn þá fékk Hafþór Ægir boltann beint í feisið og lá eftir steinrotaður á vellinum, stöðvaði Einar leikinn? NEI, hann lét hann halda áfram og Fjölnir jöfnuðu!!!
Hvernig er það? Eru ekki reglur þess efnið að það VERÐI að stöðva leik verði leikmaður fyrir höfuðmeiðslum? Af hverju í FJANDANUM var þá ekki stöðvað leikinn í þessu tilviki? Augljóslegt að þessi dómari er varla starfsins verður!!!!

Valsarinn ætlar þó ekki að mótmæla Rauða spjaldinum sem Baldur Bett fékk vegna þess að hann virðist vera réttur dómur, tækling aftan frá á alltaf að vera rautt spjald, PUNKTUR!

Ef Valur ætlar að vera með í toppbaráttunni þá þarf allverulega að bæta leik liðsins því eins og staðan er í dag þá er miðjubarátta framundan hjá Val en EKKI titilbarátta!!

ÁFRAM VALUR!!!


mbl.is Tíu Valsmenn unnu sigur á Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valsarinn

Eins og ég sagði sjálfur þá er ég alls ekki ósammála spjaldinu, á bara erfitt með að túlka af hverju, hann straujar leikmanninn niður með þvílíkum ásetningi

Valsarinn, 26.5.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Það er eflaust hægt að finna fleiri dæmi um lélega dómgæslu í þessum leik. T.d. kom fyrra mark Valsmanna kom upp úr vafasamri aukaspyrnu. Sigur Valsmanna í kvöld var ekki verðskuldaður, og voru gulklæddu mennirnir í stúkunni talandi um að þeir hefðu frekar sætt sig við þessi úrslit í öðrum hvorum leikjanna gegn KR eða Grindavík. Valsmenn eru ekki að fara að blanda sér í titilbaráttuna í ár nema eitthvað stórkostlegt sé að fara að gerast...

Björn Kr. Bragason, 26.5.2008 kl. 01:06

3 Smámynd: Valsarinn

Enda bendi ég á það í færslunni...

"Ef Valur ætlar að vera með í toppbaráttunni þá þarf allverulega að bæta leik liðsins því eins og staðan er í dag þá er miðjubarátta framundan hjá Val en EKKI titilbarátta!!"

Valsarinn, 26.5.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband