Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Amy Winehouse deyr ung...

Með þessu áframhaldi. Hef lesið fréttir þar sem er talað um að hún sé að mæta útúrdópuð eða ölvuð á eigin tónleikum, að hún mæti ekki þegar hún á að syngja fyrirvaralaust og að hún sé dóphaus og alkóhólisti.

Hvað þarf eiginlega svo hún fatti að hún er að leggja líf sitt í rúst? Að hún sé að leggja ferilinn sinn í rúst.

Ég samt skil ekkert af hverju hún er vinsæl þar sem ég hef aldrei fýlað tónlistina hennar.
mbl.is Húsrannsókn heima hjá Amy Winehouse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enskir stuðningsmenn enskra liða

Mér finnst alveg hreint ótrúlegt hvað margir af enskum stuðningsmönnum eru virkilega, hvað getur maður sagt, þröngsýnir.

Ég hef mjög oft lent í því þegar maður er nýbyrjaður að tala við einhvern enskan Aston Villa aðdáenda að það er spurt mann hvaðan maður sér og þegar maður segist vera frá Íslandi þá er oftast spurt: "Hvernig geturðu þá verðið Aston Villa Aðdáandi?" eða "Ég hef þó ársmiða á völlinn".

Var nú að tala við einn áðan og það endaði bara með því að ég sagði:"Ert þú semsé meiri aðdáandi en ég vegna þess að þú ert með einhvern ársmiða? Ég get þó séð nánast ALLA Aston Villa leiki í Sjónvarpin hjá mér!"
Þessi manneskja kom þá með eitthvað að hún myndi berja typpinu á mér í andlitið á mér (penis in my face) og lét einhvern annan hafa msnið mitt sem kom og sagðist "Hata íslenska aðdáendur því þeir væru helfvítis hálfvitar að þykjast geta stutt eitthvað félag á Englandi."

Því miður virðist þessir hugsunarháttur hjá Enskum stuðningsmönnum vera ansi algengur, af því að við erum frá eyju lengst útí rassgati þá gætum við ekki kallað okkur aðdáendur...

Ég tel mig þó vera meiri aðdáendi en margir þarna úti!


Daður ungstirna...

Ég hef tekið eftir því undanfarið að þegar það er talað um "ástarmál" ungstirna þá er það yfirleitt kvenkynið sem er að "daðra" ekki öfugt.

Ég sem hélt að það væri yfirleitt karlinn sem ætti fyrsta skotið? Kannski var það allt bara misskilningur hjá mér


mbl.is Dunduðu sér við daður á bar í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Margt sem þarf að bæta"

Ég tel nú að það hafi verið vitað að það sé margt sem þarf að laga hjá Tottenham enda hefur liðið byrjar afar illa á þessu tímabili en ég trúi því að þeir sigri Middlesboro á laugardag...
mbl.is Juande Ramos: Margt sem þarf að bæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martin Jol ekki lengi að fá aðra vinnu

Ef fer sem horfir þá verður hann næsti stjóri PSV Eindhoven, hvar var þar á undan Ronald Koeman? Ef mér skjáltast ekki þá var það hann Guus Hiddink sem er nú landsliðsþjálfari Rússa.

Það er vitað að Martin Jol er fínn stjóri og ég óska honum alls hins besta í nýju starfi
mbl.is Jol á leið til PSV Eindhoven
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sviðakjammar og Pönnukökur?

Góð blanda það en hvað var svo drukkið með þessu? Mysa?
mbl.is Sviðakjammar og pönnukökur í tilefni Harðskafa Arnaldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég elska hryllingsmyndir

Ég hef séð nokkrar af þeim myndum sem eru á þessum lista og margar af þessum myndum eru þegar orðnar Klassískar myndir.
Exorcist - Snilldarmynd sem lét hár mín rísa öðru hverju

The Shining - Úff... Ein besta mynd allra tíma að mínu mati, Jack Nicholson (af hverju get ég ekki skrifað nafnið hans rétt!?) sýndi snilldarleik og fékk óskarverðlaun fyrir leik sinn í myndinni, ef ég man það rétt.

A Nightmare on Elm-Street - Klassík

The Omen - Ein mesta creepy mynd sem ég hef séð.

En hvað með myndir eins og Rosemary´s Baby eða Misery? Þær eru snilld og atriði í Misery er eitt ógeðslegasta atriði sem ég hef á ævinni séð


mbl.is „The Exorcist“ valin besta hryllingsmynd allra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband