Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Fíkn eða árátta? (varðandi tipp á 1x2)

Það eru vissir hlutir sem ég geri sem eru að gera mig klikkaðan, ég get nú bara nefnt sem dæmi að ég tippa á enska seðilinn núna um hverja einustu helgi og er yfirleitt að eyða svona 240 til 1.440 um hverja einustu helgi og yfirleitt skilar þetta mér engum vinningi heldur bara svekkelsi að ég hefði klúðrað ákveðum leikjum.

Kannski er þetta orðin árátta hjá mér eða bara byrjunarstig af spilafíkn því fyrir hvern seðil þá sest ég niður og fer að spá í leikina frá ÖLLUM hliðum.
*Hvernig gengur liðunum heima og úti?
*Hvernig hafa undanfarnar innbyrðisviðureignir farið? Er eitthvað öruggt þar?
*Hvernig gengur liðunum í deildinni?
*Hvernig hefur gengi liðanna verið í undanförnum leikjum, eru þau á sigurbraut eða bullandi niðurtínslu?
*Hvað eru "sérfræðingar" og dagblöð frá Danmörku, svíþjóð og Íslandi að spá fyrir leikina? 

Þetta er yfirleitt það sem ég skoða fyrir hverja einustu helgi og ligg klukkustundunum saman yfir til að setja saman seðill sem ég er 100% sáttur mér en yfirleitt fer ég ekkert eftir því sem "sérfræðingarnir" segja heldur það sem tilfinningin mín segir mér.
Það er samt orðin ein óskráð regla hjá mér að ég tippa ALLTAF á mitt lið í enska, Aston Villa.
Vegna þess að ég hugsa það þannig að hvað ef ég myndi tippa gegn mínu liði, væri kannski með alla rétta eða 10 af 13 rétt og svo myndu þeir sigra og ég myndi fara niður í 12 eða 9 rétta?

En hvað finnst ykkur?
Er þetta bara normal hobbý eða er maður dottinn niðrí netta geðveiki?

Sláandi ekki satt?

Hver vissi þetta ekki? Þarf einhverja nýja rannsókn til að komast að þessu? Ég veit nú þegar að ef þú drekkur of mikið magn af orkudrykk á stuttum tíma þá ketur hjarta í þér stoppað...
Ekki góður skítur það


mbl.is Rannsókn: Orkudrykkir hækka blóðþrýstinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég gekk framhjá...

Þessum 5 bílum sem skullu saman, það var hálf einkennilegt að ganga þarna framhjá og sjá 5 klessta bíla, 2 lögreglubíla og fullt af fólki í sjokki.

Hvenær ætlar fólk að fara að aka hægar?

Var um daginn að ganga í vinnunni og þá voru þar 2 bílar að keyra úr Stakkarhlíð og inná miklubraut. Þar var bíll að bíða eftir að komast inná miklubraut en komst ekki strax inná vegna mikillar umferðar og á eftir honum var einhver fáviti að flauta á hann svo hann kæmist áfram!!! Hvað átti maðurinn að gera? Að keyra inná og lenda í áresktri? Fólk er einfaldlega fífl!


mbl.is Fimm bíla árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur á tréverkinu

Ætli hann fái ekkert illt í afturendann á að sitja svona mikið á þessu blessaða tréverki?
Hann er varla gjaldgengur með landsliðinu ef hann spilar ekki neitt með Barcelona en ég held samt að Rijkaard viti alveg hvað hann er að gera en hvaða klúður er það að tapa gegn GETAFE!!??
mbl.is Eiður sat á bekknum í tapi Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara trúi því ekki...

Að fólk sé virkilega að spá í hvor Harry sé að byrja með nýrri stelpu eða hætta með annarri. Þetta kemur okkur bara ekkert við, hann er manneskja alveg eins og við hin og jafnvel þótt hann sé "örlítið" þekktari en ég þá er hann ekki á neinn hátt mikilvægari. 
mbl.is Harry prins og Chelsy Davy hætt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja... gleymdi ég þessu enn og aftur

Ég vann þó 150 kr. fyrir 10 rétta á enska seðlinum... Gaman að því.
mbl.is Enginn með allar tölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rooney frá enn og aftur

Það er reyndar ágætis frétt fyrir mann eins og mig, sem styður ekki Manchester United en það er bara hætt að vera fyndið hvað Rooney er nánast alltaf meiddur, það er nú ekki langt síðan að hann var frá í 2 mánuði eða eitthvað, hver man ekki eftir HM þegar hann meiddist í fyrsta leik (eftir að' hafa verið valinn meiddur) og spilaði ekkert í 2-3 mánuði og nú er hann frá í 4 vikur.

Þessi gæji er að verða næsti Owen á nánast öllum sviðum, fer örugglega að enda að hann spili fleiri Landsleiki en deildarleiki alveg eins og Owen.

Manni er bara farið að líða eins og flestir "lykilmenn" manchester United séu nánast alltaf frá, allavega Hargreves og svo Rooney...
mbl.is Rooney frá keppni næstu fjórar vikurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott fyrir Jóhannes Karl

Þessi frétt er mjög jákvæð fyrir Jóhannes Karl, kannski mun hann þá fá að spila meira hjá nýjum stjóra, nema hann sé náttlega ekki það góður að komast í liðið...
mbl.is Cotterill hættur sem knattspyrnustjóri Burnley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullit kominn til LA Galaxy

Það er spurning hvernig það ævintýri mun fara. Gullit hefr náð árangri hjá flestum liðum sem hann hefur stýrt og það efast enginn um hæfileika hans en ég veit ekki hvort hans stíll henti bandarísku deildinni.
mbl.is Gullit ráðinn þjálfari LA Galaxy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er Jackson Fan

Ég fékk í vinning á rás 2 plötu að eigin vali þegar ég var 5 ára, platan sem ég valdi (mamma vildi að ég myndi taka var einhver bubbaplata sem var þá nýkomin út) var BAD með Michael Jackson.
Ég, 5 ára gutti, spurði afgreiðslumanninn: "áttu nýju plötuna með Michael Jackson?", ég fékk þessa plötu og ég gjörsamlega elska hana.

Ég er eiginlega hrifinn af öllu 80´s stuffi eins og There must be a angel með Eurytmics, ég fæ alltaf nostalgíutilfinningu þegar ég heyri það því ég man það enn eins og það hafði gerst í gær þegar ég var lítill í rúminu hjá mömmu og pabba, sem hafði innbyggt útvarp, og var að hlusta á útvarpið, þá var þetta lag, There must be a Angel, mitt uppáhalds lag.
mbl.is Jackson lætur neikvæða fjölmiðlaumfjöllun lítið á sig fá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband