Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
KR = KSÍ?
26.2.2008 | 19:57
Þessi dómur er bara fáranlegur, sérstaklega í ljósi þess að KR fær ekkert, enga sekt né neitt, kannski vegna þess að þetta er KR?
Ég frétti í dag að þetta hafi gerst í utandeildinni í sumar að lið hafi yfirsést að skrá leikmann á leikskýrslu og þá hafi verið leitað til KSÍ sem hafi bent á sektir, þess vegna finnst mér þessi dómur með eindæmum furðulegur, ekki vegna þess að ég sé sjálfur Valsari, heldur vegna þess að KRingar brutu reglur með þessum mistökum.
Það er semsé í lagi að KRingar skrái ekki leikmenn á leikskrár í Héraðsmótum en ef önnur félög gera það þá fá þau sektir og alls konar þannig rugl?
Það virðist semsé vera að það skipti máli hvort þú sért KR eða KA...
Kærunni hafnað og ÍR leikur til úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Með því hrottalegasta sem ég hef séð!
23.2.2008 | 23:55
Segi nú ekki annað, þetta er fáranlegt brot, illa tímasett og stórhættulegt...
Skildist að Mathew Taylor taki þetta mikið inná sig en hverju breytir það í dag? Hann gæti hafað eyðilaggt feril Da Silva og ætti því sjálfur einnig að HÆTTA!
Eduardo fótbrotnaði - Birmingham jafnaði í lokin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alls ekki óvænt... En ég sást í þættinum syngja;)
23.2.2008 | 22:24
3 bestu lögin í 3 efstu sætunum, get samt gefið þar út að ég studdi þetta lag ekki og er ekki að sjá að ég muni gera það í aðalkeppninni (fyrir nú utan það að við getum ekkert kosið), vona samt að þeim muni ganga sem best í Serbíu.
Það er samt staðreynd að 3 efstu lögin hefðu öll átt góða möguleika að komast upp úr undanúrslitunum.
En annaðhvort virkar þetta eða Evrópa muni halda að við værum genginn af göflunum að senda út "The Eurovision band" en maður vonar bara það besta.
En get samt sagt að ég sást syngja í atriðinu "fólkið á götunni"... Hverjir sáu mig?;)
Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bandið hans Bubba - Vonbrigði
22.2.2008 | 21:48
Ég verð að viðurkenna að þessir keppendur hafa ollið mér miklum vonbrigðum þar sem nánast annan hver keppandi á við raddvandamál að stríða en ef þetta er sem koma skal þá verður þetta dauðleiðinlegt og einhver af gellunum 3 sigrar.
Kannski er bara málið að ég er alls ekkert spenntur fyrir þessum þætti, finnst þetta vera alltof mikið ripp off af þáttum eins og X-Faktor og Rockstar og alls ekki frumlegt í neina staði.
En við sjáum til hvernig þetta fer
Sjónvarp | Breytt 23.2.2008 kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eurovision Blogg
14.2.2008 | 20:57
Í tilefni þess að Gilli félagi minn komst í úrslit í eurovision þá ætla ég að reyna að tala um öll lögin sem komust áfram í úrslit...
Það verður erfitt, sérstaklega þar sem ég er engan veginn að fýla öll þau lög sem fóru áfram, ásamt því að allavega 2 lög sem ég taldi vera sigurstrangleg duttu út.
Vika 1
Núna veit ég - Birgitta & Magni
Kannski er ég HARSH en þetta lag er eingöngu í úrslitum vegna þess að Magni & Birgitta Haukdal flytja lagið, ég spyr; Viljm við senda Birgittu aftur út? Svarið mitt er NEI!!!
Gef mér von - Páll Rózinkrans
Fínt lag en á engan vegin heima í þessum úrslitum, klárlega meðal slöppustu lagana í úrslitunum
Vika 2
"In your dreams" - Davíð Olgeirsson
Þetta er fínt lag. Píanóspil og rólegt lag en ég tel að þetta lag sé ekki nógu gott til að fara í Eurovision. En þetta er efni í útvarpsslagara.
Hvað var það sem þú sást í honum - Baggalútur
Þetta lag er bara hrikalega leiðinlegt... shit, hvað er að fólki sem kýs þetta lag áfram? Þetta er eiginlega bara um 20 árum of seint!
Vika 3
Fullkomið líf - Eurobandið
Eitt af 3 sigurstranglegustu lögunum, flott lag og catchy, er samt ekki viss hvort við værum að ganga í rétta átt með því að senda "Eurovision ábreiðuband" út en hver veit? Þetta er flott lag.
Hvar ertu nú - Dr. Spock
Annað lag sem er sigurstanglegt að mínu mati, mun berjast á toppnum við Eurobandið og Mercedes Club, sjáum svo bara til hvað gerist.
Vika 4
Hey hey hey we say ho ho ho - Mercedes Club
Já, ég veit ekki hvað það er en ég fékk netta gæsahúð þegar ég heyrði það í kvöld, það var alls ekki eins flott og frábært og það var í fyrra skiptið en þetta er að mínu mati eitt af sigurstranglegustu lögunum
Don´t wake me up - Ragnheiður Gröndal
Ragnheiður má eiga það að hún er virkilega falleg stelpa og meðal betri söngkvenna landsins.
Það verður að viðurkennast að ég var ekki alveg að kaupa þetta lag þegar ég heyrði það fyrst og þá kom það mér virkilega á óvart að það skildi fara áfram, hvað þá að það hefði slegið út lag Svölu Björgvins í seinasta þætti... Buffið + Ragnheiður Gröndal = SALA!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)