Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Valsarinn er EKKI sáttur!

Jújú, flott mál að ná að sigra þennan leik og maður er alveg úber sáttur með það en spilamennska Valsmanna í þessum leik var gjörsamleg HÖRMUNG!

Það vantaði alla hreyfingu á leikmenn, þeir voru alltaf að dúndra boltanum hátt uppí loftið og hleyptu Fjölni alltof mikið inní leikinn.
Ef Valur hefði verið að spila gegn FH þá hefðu þeir verið KAFFÆRÐIR af FHingum með svona spilamennsku, því hún var einfaldlega bara FÁRANLEGA léleg!

Einnig vil ég setja spurningamerki við dómgæsluna hjá Einari Erni, því hún var einfaldlega MJÖG slöpp.
Dæmi: Þegar Fjölnir jafna leikinn þá fékk Hafþór Ægir boltann beint í feisið og lá eftir steinrotaður á vellinum, stöðvaði Einar leikinn? NEI, hann lét hann halda áfram og Fjölnir jöfnuðu!!!
Hvernig er það? Eru ekki reglur þess efnið að það VERÐI að stöðva leik verði leikmaður fyrir höfuðmeiðslum? Af hverju í FJANDANUM var þá ekki stöðvað leikinn í þessu tilviki? Augljóslegt að þessi dómari er varla starfsins verður!!!!

Valsarinn ætlar þó ekki að mótmæla Rauða spjaldinum sem Baldur Bett fékk vegna þess að hann virðist vera réttur dómur, tækling aftan frá á alltaf að vera rautt spjald, PUNKTUR!

Ef Valur ætlar að vera með í toppbaráttunni þá þarf allverulega að bæta leik liðsins því eins og staðan er í dag þá er miðjubarátta framundan hjá Val en EKKI titilbarátta!!

ÁFRAM VALUR!!!


mbl.is Tíu Valsmenn unnu sigur á Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Topp 3 atriðin

Dima Bilan - Believe

 

Ani Lorak - Shady lady
Án efa FLOTTASTA atriðið, ótrúlega flott.

Kalomira - Secret Combination


mbl.is Rússar unnu Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svíar fóru áfram á DÓMNEFND

Ég ætla aðeins að kryfja þetta til mergjar hérna

Topp 12 20.5.08
Grikkland  156 stig
Armenía 139 stig
Rússland 135 stig
Noregur 106 stig
Ísrael 104 stig
Aserbaídsjan 96 stig
Rúmenía 94 stig
Finnland 79 stig
Bosnía-Hersegóvína 72 stig
Pólland 42 stig
Slóvenía 36 stig
Moldavía 36 stig

Það semsé munar aðeins 6 stigum að Póllandi hefði ekki farið áfram en þá er spurningin, þar sem úrslit dómnefndar og almennings varðandi topp 10 voru þau sömu þá hefði Pólland hvort eð er farið áfram

Topp 12 22.5.08
Úkraína 152 stig
Portúgal  120 stig
Danmörk 112 stig
Króatía  112 stig
Georgía  107 stig
Lettland  86 stig
Tyrkland   85 stig 
Ísland  68 stig
Albanía  67 stig
Makedónía 64 stig
Búlgaría 56 stig
Svíþjóð 54 stig

Hér sjáum við að Svíar hoppa um 2 sæti vegna vægi dómnefndar og kemst áfram í úrslit, frekar svekkjandi þar sem Makedónía var aðeins 4 stigum frá því að komast áfram, þá hefði spurningin aðeins verið hvort það hefði verið Svíþjóð eða Albanía sem hefði farið áfram á vægi dómnefndar.

Eigum við þá ekki bara svona rétt í lokin, svona í ljósi þess að ísland náði að komast í topp 15 að skoða bara efstu 15. sætin í kvöld?

Topp 15 24.5.08
Rússland 272 stig
Úkraína 230 stig
Grikkland 218 stig
Armenía 199 stig
Noregur 182 stig
Serbía 160 stig
Tyrkland 138 stig
Aserbaídsjan 132 stig
Ísrael 124 stig
Bosnía-Hersegóvína 110 stig
Georgía 83 stig
Lettland 83 stig
Portúgal 69 stig
Ísland 64 stig
Danmörk 60 stig

Hver sagði svo að riðill 1 hefði verið slakari en riðill 2?
7 lög af topp 10 voru úr fyrri riðli en bara 2 úr þeim seinni.


mbl.is Ísland varð í 8. sæti í undankeppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So far um 30 færslur...

En allavega, ég ætla ekki að koma með hvað það sé æðislegt að við hefðum komist áfram, né hvað þau hefðu verið flott á sviðinu.

 Auðvitað er það gott mál að við hefðum loksins náð að komast uppúr þessum "dauðariðli" sem þetta hefur verið undanfarin ár, flott mál það.

Ég ætla samt sem áður að halda með Finnum í ár og vona að það lag sigri á laugardag

ÁFRAM FINNLAND!


mbl.is Ísland áfram í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Valur;)

Ég fór á þennan leik í Kórnum nú í kvöld og ég verð satt best að segja að tilfinningin var síður en svo góð til að byrja með vegna þess að brunakerfi var í gangi og var að vara við eldi sem var svo ekki í húsinu, þetta þurfti maður að hlusta á í 15-20 mínútur, frekar glatað stöff það.

En til að snúa sér að leiknum þá byrjuðu FHingar að krafti, ég var orðinn nett tensaður á tímabili vegna þess að FHingar voru bara mun beittari fram á við og náðu að skora fyrsta markið eftir aðeins 4 mínútur og allir stuðningsmenn FHingar stóðu upp og fögnuðu dátt (vil taka það fram að ég sat víst FHinga megin og gat því lítið fagnað þegar Valsmenn skoruðu mörkin).

 En Pálmi Rafn reddaði þessu fyrir Valsmenn með því að skora 2 flott mörk og þar af var fyrra stórglæsilegt langskot sem kom bara uppúr engu.

Mér fannst eiginlega hálf fyndið að hlusta á suma af þessum "FH krökkum" vegna þess að það var bara brandari að hlusta á sumt sem þau voru að kalla (já ég viðurkenni, versti hópurinn voru 10-12 ára krakkar), orð eins og: "gleymirðu gleraugunum heima?", "Þetta er rautt!" (var kallað ansi oft), "gleymdirðu spjaldinu?", "þú átt að dæma á BÆÐI LIÐ!!" og fleira sem ég man ekki;)

En allavega 2 dollur komnar á 4 dögum, nú er bara að taka stóru dolluna aftur í haust.

Góða skemmtun í sumar og áfram VALUR!


mbl.is Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband