Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Fínir þættir - Fín söngkona

En það er ekki alveg það sem ég er að hugsa um núna.

Fyrst er sagt orðrétt í greininni
Leikkonan Miley Cyrus reynir víst allt sem hún getur þessa dagana til að verða rekin úr sjónvarpsþáttunum Hannah Montana svo hún geti einbeitt sér að söngferlinum.

Síðan er sagt seinast
Samkvæmt slúðurvefnum TMZ.com styður faðir hennar, Billy Ray Cyrus, dóttur sína enda telji hann að hún muni hafa meira upp úr krafsinu sem söngkona. Cyrus kemur einnig fram í þáttunum um Hönnuh Montana

Þarf eitthvað að taka það fram í lok greinarinnar að hún KOMI FRAM í þáttunum um Hannah Montana? Allir sem fylgjast með þessum þáttum við að Miley Cyrus LEIKUR SJÁLFA Hönnuh Montana.


mbl.is Reynir að láta reka sig úr starfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja... engin bikar á Hlíðarenda þetta sumarið hjá Körlunum

Og leiðinlegasti leikmaður landsins kominn með 2 mörk; Tryggvi Guðmundsson, það er bara ekki fyndið hvað gaurinn er óþolandi knattspyrnumaður.

En FHingar eru einfaldlega bara betra liðið í þessum leik.

Valsmenn geta bara kennt sjálfum sér um hvernig fór í sumar, þetta er leikur sem þú átt að sigra ef þú ætlar þér að vera í baráttunni, alveg eins með leiki gegn liðum í botn 3, það eru leikir sem þú átt að taka ef þú ætlar þér sigri í mótinu.

Það verður gaman að sjá hvað gerist í vetur, ég býst fastlega við að það verði einhverjar tiltektir í leikmannahópi Vals en hvað veit ég svosem? Hef bara farið á 1 leik með þeim í sumar og séð nokkra í TV en ef þú tapar báðum leikjum á móti HK, tekur bara 1 stig gegn Skaganum og 3 stig gegn Fylki þá er eitthvað mikið að innan hópsins, án þess þó að ég sé að gera lítið úr þeim þá eiga Valsarar bara að gera betra en það.

En eins og ég segi, það verður gaman að sjá hvað verður gert í vetur því Valur er lið sem á að berjast um titla, ekki um 3.-5. sæti deildarinnar!


mbl.is FH - Valur, 3:0, leik lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband