Fíkn eða árátta? (varðandi tipp á 1x2)

Það eru vissir hlutir sem ég geri sem eru að gera mig klikkaðan, ég get nú bara nefnt sem dæmi að ég tippa á enska seðilinn núna um hverja einustu helgi og er yfirleitt að eyða svona 240 til 1.440 um hverja einustu helgi og yfirleitt skilar þetta mér engum vinningi heldur bara svekkelsi að ég hefði klúðrað ákveðum leikjum.

Kannski er þetta orðin árátta hjá mér eða bara byrjunarstig af spilafíkn því fyrir hvern seðil þá sest ég niður og fer að spá í leikina frá ÖLLUM hliðum.
*Hvernig gengur liðunum heima og úti?
*Hvernig hafa undanfarnar innbyrðisviðureignir farið? Er eitthvað öruggt þar?
*Hvernig gengur liðunum í deildinni?
*Hvernig hefur gengi liðanna verið í undanförnum leikjum, eru þau á sigurbraut eða bullandi niðurtínslu?
*Hvað eru "sérfræðingar" og dagblöð frá Danmörku, svíþjóð og Íslandi að spá fyrir leikina? 

Þetta er yfirleitt það sem ég skoða fyrir hverja einustu helgi og ligg klukkustundunum saman yfir til að setja saman seðill sem ég er 100% sáttur mér en yfirleitt fer ég ekkert eftir því sem "sérfræðingarnir" segja heldur það sem tilfinningin mín segir mér.
Það er samt orðin ein óskráð regla hjá mér að ég tippa ALLTAF á mitt lið í enska, Aston Villa.
Vegna þess að ég hugsa það þannig að hvað ef ég myndi tippa gegn mínu liði, væri kannski með alla rétta eða 10 af 13 rétt og svo myndu þeir sigra og ég myndi fara niður í 12 eða 9 rétta?

En hvað finnst ykkur?
Er þetta bara normal hobbý eða er maður dottinn niðrí netta geðveiki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nett geðveiki, en hver er svo sem að spá í það ? Allt sem viðkemur auraharki hvort heldur sé 1x2 eða bara kaupahallarbraski þá er það allt saman nett geðveiki.... allaveganna eins og staðan er í dag.

Gangi þér vel í framtíðarnettgeðveikisleiknum þínum.

Halldór (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband